Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 104

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL inni, á sama augnabliki og þeir næðu til framlínunnar. Stalín hlustaði á báðar áætlanir þessar og samþykkti þær síðan báð- ar. Zhukov var gerður ábyrgur fyr- ir töku Berlínar. Koniev átti að gera árás sama daginn og eyðileggja ó- vinaliðið meðfram suðurjaðri Ber- línar, en láta síðan heri sína flæða áfram vestur á bóginn, allt þar til þeir hittu Bandaríkjamennina. Það virtust fljótt á litið, að Koniev hefði verið fengið aukahlutverk í sókn- inni, en samt var hann glaður og hróðugur. Um þetta sagði hann síð- ar: „Stalín sagði það að vísu ekki berum orðum, en það var gefið í skyn, að fyrirmæli þessu gæfu samt töluverðri framtakssemi nægilegt svigrúm". Koniev áleit, að honum væri heimilt að halda inn í Berlín, ef honum tækist að ná þangað nógu snemma. Áætlanir marskálkanna voru síð- an samræmdar og svo gefnar út forrnlegar fyrirskipanir grundvall- aðar á þeim. Næsta morgun óku svo keppinautar þessir með fyrir- skipanirnar í hendi sér í niðaþoku út á Moskvuflugvöll. Þeim var báð- um umhugað um að komast sem fyrst til aðalbækistöðva sinna á víg- völlunum. í öryggisskyni voru hin- ar skriflegu fyrirskipanir ódagsett- ar, en Stalín hafði skýrt þeim Zhu- kov og Koniev munnlega frá því, hvaða dagur hefði verið valinn. Ár- ásin á Berlín skyldi hefjast mánu- daginn 16. apríl eða heilum mánuði á undan dagsetningu þeirra, sem Stalín hafði skýrt Eisenhower frá. Á meðan þeir Zhukov og Koniev hófu æðisgenginn undirbúning að sókn 13 stórherja sinna í átt til Ber- línar, fæddist skyndilega hugmynd í kolli Adolfs Hitlers. Það var sem leiftri hefði brugðið fyrir í hugskoti hans. Hann áleit, að hér væri um innsæi sitt að ræða, það væri rödd þess, sem talaði. Hann ályktaði nú skyndilega, að samdráttur hinna risavöxnu herja Rússa við Kústrin, þ.e. beint andspænis höfuðborginni, væri aðeins framkvæmdur í blekk- ingarskyni. Hann áleit nú, að aðal- sókn Rússa mundi beinast að Prag í suðri, en ekki að Berlín. Foringinn gaf nú út örlagaríka fyrirskipun. Hann skipaði fyrir um brottflutning þriggja þrautþjálfaðra bryndrekasveita sinna í suður átt, beztu sveita Heinrici, einmitt liðs- ins, sem Heinrici hafði vonað, að tækist að standast árás Rússa eða draga a.m.k. úr framsókn þeirra. Ótrúlegir undirheimar. Bifreið Heinrici mjakaðist hægt meðfram rústahrúgum Berlínar. Hún hélt í áttina til Ríkiskanslara- hallarinnar, en Hitler hafði boðað þar til hátíðlegs fundar klukkan 3 síðdegis. Skyldu hershöfðingjarnir mæta þar í fullkomnum viðhafnar- búningi. Hálfhrundnir og skældir húsaveggir virtust ætla að steypast yfir bifreiðina. Bílferð þessi um göt- ur borgarinnar var í rauninni hættu- för hin mesta. Vatn spýttist upp úr risavöxnum sprengjugígum. Log- andi gas þeyttist út úr sprungnum gasleiðslum. Um gervalla borgina höfðu svæði verið girt af og gat þar að líta skilti, sem á stóð: „Varúð! Jarðsprengjur“! til þess að gefa veg- farendum til kynna, hvar væri að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.