Úrval - 01.05.1966, Page 105

Úrval - 01.05.1966, Page 105
HVERJIR TAKA BERLÍN? 103 finna ósprungnar jarðsprengjur. Þótt aðrar byggingar við Wil- helmsstrasse væru ein rústahrúga, virtist Ríkiskansiarahöllin með öllu óbreytt. Fyrir utan höllina heilsuðu snyrtilega klæddir stormsveitarfor- ingjar Heinrici og æðsta aðstoðar- manni hans, Eismann ofursta, að hermannasið, er þeir gengu inn í höllina. Stormsveitarforingi einn til- kynnti þeim, að fundurinn yrði hald- inn í „Foringjabyrginu". Heinrici hafði heyrt á það minnzt, að undir höllinni væri um að ræða heilt völ- undarhús neðanjarðarbyrgja með alls kyns útbúnaði og tækjum. Þeir Eismann héldu á eftir leiðsögu- manni, sem fór fyrst niður í kjallar- ann og svo út í bakgarðinn, sem var á bak við háan vegg. Síðan hélt hann að ílöngu skýli, sem gætt var af tveim varðmönnum. Þegar stálhurð- inni þungu var skellt aftur á eftir þeim, brá Heinrici í brún. Sú sýn, sem þá blasti við, átti eftir að verða honum ógleymanleg. Um það sagði hann síðar: ,,Við stigum inn í ótrú • lega undirheima“. Fyrir neðan snúinn, steinsteyptan stiga stóðu tveir undir stormsveitar- foringjar í skjannabjörtum gangi. Þeir heilsuðu þeim, tóku kurteis- lega við frökkum þeirra og leituðu svo á þeim Heinrici og Eismann af sömu kurteisinni. Allt frá tilræðinu gegn Hitler í júlímánuði, höfðu líf- verðir hans ekki leyft neinum að nálgast hann, nema leitað væri vand- lega á þeim hinum sama áður. Þeim var síðan vísað inn í lang- an, þröngan gang. Yzta enda hans hafði verið breytt í þægilega setu- stofu. Hávaxinn, glæsilega klæddur stormsveitarforingi bauð þeim veit- ingar. Nú tóku aðrir fundarmenn að streyma að, þar á meðal Himmler, Dönitz aðmíráll og maðurinn, sem álitinn var nánasti trúnaðarmaður Hitlers, þ.e. Martin Bormann. Hein- rici stirðnaði upp, þegar Himmler lagði af stað þvert yfir setustofuna í átt til hans. „Ég vil ekki hafa neitt saman við þennan mann að sælda“, sagði hann hvössum rómi við Eis- mann. Síðan gekk hinn mjúkmáli Krebs hershöfðingi og eftir maður Guderians yfir til hans. Þeir Dönitz, Keitel hermarskálkur og Bormann slógust svo í hópinn og hlustuðu á Heinrici lýsa nokkrum vandamálum sínum. Þeir hétu honum stuðningi sínum, allir þrír, þegar Heinrici mundi skýra Hitler frá vandamálum þessum á hinum væntanlega fundi, er nú átti að fara að hefjast. Nú streypidu enn fleiri að, ýmsir foringjar og aðstoðarmenn þeirra. Nú var orðin hin mesta þröng á ganginum. Heinrici stóð þarna í mannþrönginni og var alveg þagn- aður. Hann hlustaði afskiptalaus á kliðinn, enda var að mestu leyti um einskisverð umræðuefni að ræða. Það var þrúgandi andrúmsloft þarna inni og líkt og það væri þrungið ein- hverjum óraunveruleikablæ. Nú gaf Burgdorf hershöfðingi, aðstoðarfor- ingi Hitlers, hópnum merki um að þagna. „Herrar mínir“, sagði hann, „Foringinn er að koma“. Meðan sprengjurnar falla. „Gustav! Gustav“! í útvarpinu glumdi við aðvörunarmerkið fyxir Tempelhofflugvöllinn, er flugvélar nálguðust flugvallarsvæðið. Enn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.