Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 105
HVERJIR TAKA BERLÍN?
103
finna ósprungnar jarðsprengjur.
Þótt aðrar byggingar við Wil-
helmsstrasse væru ein rústahrúga,
virtist Ríkiskansiarahöllin með öllu
óbreytt. Fyrir utan höllina heilsuðu
snyrtilega klæddir stormsveitarfor-
ingjar Heinrici og æðsta aðstoðar-
manni hans, Eismann ofursta, að
hermannasið, er þeir gengu inn í
höllina. Stormsveitarforingi einn til-
kynnti þeim, að fundurinn yrði hald-
inn í „Foringjabyrginu". Heinrici
hafði heyrt á það minnzt, að undir
höllinni væri um að ræða heilt völ-
undarhús neðanjarðarbyrgja með
alls kyns útbúnaði og tækjum. Þeir
Eismann héldu á eftir leiðsögu-
manni, sem fór fyrst niður í kjallar-
ann og svo út í bakgarðinn, sem var
á bak við háan vegg. Síðan hélt hann
að ílöngu skýli, sem gætt var af
tveim varðmönnum. Þegar stálhurð-
inni þungu var skellt aftur á eftir
þeim, brá Heinrici í brún. Sú sýn,
sem þá blasti við, átti eftir að verða
honum ógleymanleg. Um það sagði
hann síðar: ,,Við stigum inn í ótrú •
lega undirheima“.
Fyrir neðan snúinn, steinsteyptan
stiga stóðu tveir undir stormsveitar-
foringjar í skjannabjörtum gangi.
Þeir heilsuðu þeim, tóku kurteis-
lega við frökkum þeirra og leituðu
svo á þeim Heinrici og Eismann af
sömu kurteisinni. Allt frá tilræðinu
gegn Hitler í júlímánuði, höfðu líf-
verðir hans ekki leyft neinum að
nálgast hann, nema leitað væri vand-
lega á þeim hinum sama áður.
Þeim var síðan vísað inn í lang-
an, þröngan gang. Yzta enda hans
hafði verið breytt í þægilega setu-
stofu. Hávaxinn, glæsilega klæddur
stormsveitarforingi bauð þeim veit-
ingar. Nú tóku aðrir fundarmenn að
streyma að, þar á meðal Himmler,
Dönitz aðmíráll og maðurinn, sem
álitinn var nánasti trúnaðarmaður
Hitlers, þ.e. Martin Bormann. Hein-
rici stirðnaði upp, þegar Himmler
lagði af stað þvert yfir setustofuna
í átt til hans. „Ég vil ekki hafa neitt
saman við þennan mann að sælda“,
sagði hann hvössum rómi við Eis-
mann. Síðan gekk hinn mjúkmáli
Krebs hershöfðingi og eftir maður
Guderians yfir til hans. Þeir Dönitz,
Keitel hermarskálkur og Bormann
slógust svo í hópinn og hlustuðu á
Heinrici lýsa nokkrum vandamálum
sínum. Þeir hétu honum stuðningi
sínum, allir þrír, þegar Heinrici
mundi skýra Hitler frá vandamálum
þessum á hinum væntanlega fundi,
er nú átti að fara að hefjast.
Nú streypidu enn fleiri að, ýmsir
foringjar og aðstoðarmenn þeirra.
Nú var orðin hin mesta þröng á
ganginum. Heinrici stóð þarna í
mannþrönginni og var alveg þagn-
aður. Hann hlustaði afskiptalaus á
kliðinn, enda var að mestu leyti um
einskisverð umræðuefni að ræða.
Það var þrúgandi andrúmsloft þarna
inni og líkt og það væri þrungið ein-
hverjum óraunveruleikablæ. Nú gaf
Burgdorf hershöfðingi, aðstoðarfor-
ingi Hitlers, hópnum merki um að
þagna. „Herrar mínir“, sagði hann,
„Foringinn er að koma“.
Meðan sprengjurnar falla.
„Gustav! Gustav“! í útvarpinu
glumdi við aðvörunarmerkið fyxir
Tempelhofflugvöllinn, er flugvélar
nálguðust flugvallarsvæðið. Enn