Úrval - 01.05.1966, Side 108
106
ÚRVAL
ur af honum. Hann hljóp upp stig-
ann og hélt til herbergis síns, þar
sem hann geymdi tindátasafnið sitt.
Hann valdi skrautlegasta og valds-
mannslegasta tindátann, sem var úr
gleri. Hann var skrautlega málaður
og andlitsdrættir hans voru mjög
skýrir. Svo fór hann með hann fram
í eldhús og greip stóru kjötöxina
hennar móður sinnar. Nú skeytti
hann ekkert um loftárásina lengur,
heldur fór út, lagði tindátann á
gangstéttina og hjó af honum haus-
inn í einu höggi. „Hana nú“; hróp-
aði hann. Og með tárvott andlit leit
hann nú með velþóknun á afhöggv-
ið höfuð Adolfs Hitlers.
„Svo hlýtur að verða bundinn endi
á það allt saman“.
Foringinn kom labbandi fram á
gang neðanjarðarbyrgisins. Hann
var lotinn og dró á eftir sér vinstri
fótinn. Vinstri handleggur hans
skalf, og virtist hann ekki hafa neina
stjórn á honum. Hann var 5 fet og
8% þumlungur á hæð, en nú virtist
hann miklu lægri, þar eð hann var
svo lotinn og líkami hans þar að
auki undinn til vinstri. Augun, sem
aðdáendurnir sögðu, að væru „seið-
mögnuð“, voru nú rauð og blóð-
hlaupin. í þeim var sótthitakenndur
svipur. Andlit hans var þrútið og
gráfölt á litinn með svolítið dekkri
blettum á stöku stað. Gleraugu með
ljósgrænum glerjum hengu mátt-
leysislega í hægri hendi hans. Hann
þoldi illa skært ljós nú orðið. Hein-
rici lýsir útliti hans eftirfarandi orð-
um: „Hann leit út eins og maður,
sem á aðeins einn sólarhring eftir ó-
lifaðan. Hann var sem lifandi lík“.*
* Læknar þeir, sem stunduðu Hitler,
sögðu síðar, að ástæðan fyrir því, að
heilsu Hitlers hrakaði svo skjótt og
hann hafi verið sem hálflamaður,
hafi að nokkru leyti verið sálræns
eðlis, en slíkt hafi einnig að nokkru
leyti mátt rekja til lífernis hans.
Hitler svaf varla ekki neitt. Fyrir
honum var lítill munur dags og næt-
ur. Þar að auki framkallaði óhófleg
lyfjanotkun eitrun í líkama hans,
og fór hún sívaxandi. En það var
uppáhaldslæknir hans, sem spraut-
aði stöðugt í hann risavöxnum lyfja-
skömmtum.
Hitler staulaðist hægt að sæti sínu
við borðið í litla fundarherberginu.
Það var eins og hann væri sárþjáð-
ur. Eismann virtist sem hann félli
„eins og poki niður í hægindastól-
inn án þess að segja eitt orð“.
Hann heilsaði með máttleysislegu
handabandi, en Heinrici „gat varla
fundið neina snertingu við hönd
Foringjans, því að það var ekki um
neinn þrýsting að ræða“. Vegna þess
að herbergið var svo lítið, biðu flest-
ir fundarmennirnir frammi á gang-
inum. Þar héldu þeir áfram samræð-
um sínum, en töluðu að vísu lágt.
Hitler kinkaði kolli, setti upp
grænlituð gleraugun og gaf Hein-
rici merki um að hefja máls. Hers-
höfðinginn komst strax að efninu.
„Foringi“, sagði hann, „ég verð að
tilkynna yður, að óvinirnir eru nú
að undirbúa óvenjulega öfluga árás.
A þessu augnabliki eru þeir einmitt
að undirbúa árás á þessum svæð-
um“. Heinrici, renndi fingrinum eft-
ir 75 mílna breiðu miðsvæði Oder-
vígstöðvanna, þar sem hann bjóst
við mesta sóknarþunganum.