Úrval - 01.05.1966, Síða 113

Úrval - 01.05.1966, Síða 113
HVERJIR TAKA BERLIN? 111 og út í garðinn. „Það er til einskis“, sagði Heinrici þreytulega. „Það væri alveg eins hægt að reyna að ná tunglinu niður til jarðar“. Hann leit upp til þykkra reykskýjanna, sem grúfðu yfir borginni, og endur- tók lágt með sjálfum sér: „Það er allt til einskis... allt... allt til einskis“. Flotinn ósigrandi. Síðasti kaflinn í nýjasta skeyti Eisenhowers til Churchills hljóðaði svo: „Ef „Sólmyrkvaaðstæður“ (þýzkt hrun eða uppgjöf) mundu skyndilega skapast einhvers staðar á vígstöðvunum, mundum við geysa áfram og þá mundi Berlín auðvitað verða eitt af þýðingarmiklum tak- mörkum okkar auk annarra“. Eis- enhower vildi ekki ganga lengra í skuldbindingarátt í þessu efni. En þetta nægði ekki Bretum, sem höfðu gerzt tortryggnir, er þeir höfðu fengið skeyti Stalíns. Stalín hafði að vísu tekið það fram, að hann ætlaði sér að hefja sóknina um miðjan maí, en hann hafði alls ekki gefið til kynna, hvenær hann ætlaði sér að láta liðssveitir þær, sem ekki tækju þátt í „aðalsókn- inni“, sækja fram í átt til Berlínar. Brezka herforingjaráðinu fannst því enn, að það ætti að taka Berlín sem allra fyrst. Þeir álitu enn fremur, að það „væri rétt, að yfirmenn her- afla Breta og Bandaríkjamanna gæfu Eisenhower sameiginlegar leiðbeiningar í þessu máli“. En svar Marshalls hershöfðingja batt alveg ákveðið endi á umræður þessar. í því sagði hann: „Hinn sál- fræðilegi og stjórnmálalegi hagnað- ur, sem mundi fást með mögulegri töku Berlínar á undan Rússum, ætti ekki að vera þyngri á metaskálunum en það hernaðarlega markmið, sem er mjög aðkallandi, en það er að áliti okkar eyðilegging og upplausn alls þýzka heraflans“. Marshall lauk skeyti sínu með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi sínum við Eisenhower: „Eisenhower einn hefur aðstöðu til þess að vita, hvernig hann eigi að haga styrjaldarrekstri sínum og færa sér breytilegar aðstæður í nyt út í yztu æsar“. Er hér var komið málum, ákvað Churchill að binda endi á þessa mis- klíð, áður en samband Bandamanna versnaði enn meira. Hann tilkynnti Roosevelt forseta, að hann áliti, að búið væri að útkljá mál þetta. í skeyti sínu til forsetans sagði hann: „Til þess að sanna einlægni mína, ætla ég að nota eina af mínum latn- esku tilvitnunum: Amantium irae amoris integratio est‘‘. í þýðingu merkti það: „Deilur elskenda eru endurnýjun ástarinnar“. Á meðan þetta ósamkomulag um styrjaldarreksturinn átti sér stað á bak við tjöldin, höfðu brezku og bandarísku herirnir haldið áfram hraðri sókn sinni inn í Þýzkaland. í allri hernaðarsögunni hafði það aldrei komið fyrir áður, að svo fjöl- menn lið hefðu sótt fram með slík- um ofsahraða. Gervöll framlínan tók á sig svip hlaupabrautar, þegar risa- vaxnir herir kepptu um að verða fyrstir til að ná til bakka Elbefljóts og tryggja sér þar heppilega staði til sóknar yfir fljótið, sem verða skyldi undanfari síðustu sigurgöng-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.