Úrval - 01.05.1966, Page 120

Úrval - 01.05.1966, Page 120
118 ÚRVAL eða vinstri, áður en þeir kæmust út á brúna. Hollingsworth stökk út úr skriðdreka sínum og gáði að því, hvort hann gæti bæði verið í fylk- ingarbrjósti, vísað bílalestinni á rétta leið og rutt henni braut og jafnframt gefið skyttunni í skrið- drekanum fyrirmæli og leiðbeining- ar viðvíkjandi miðun og æskilegum skotmörkum með hjálp símans, sem var á hlið skriðdrekans. Einmitt á sama augnabliki sprakk skriðdreka- byssukúla tæpum 15 metrum frá stað þeim, sem Hollingsworth stóð á, og hann gerði sér skyndilega grein fyrir því, að hann var alblóðugur í framan. Með skammbyssu í annarri hend- inni og skriðdrekasímann í hinni hélt hann áfram fótgangandi í átt til brúarinnar. Hann fékk byssukúlu í vinstra hnéð, en hélt samt áfram. Að lokum var framsókn hans stöðv- uð af geysilegri kúlnahríð úr þýzk- um varnarstöðvum. Þá var hann tek- inn að vera reikull í spori og var orðinn hálfblindur af sínu eigin blóði, sem streymdi stöðugt niður í augu honum. Hann varð að skipa liði sinu að hörfa undan. Þá var hann aðeins 36 fet frá brúnni. Hefði honum tekizt að komast yfir brúna, hefði hann getað verið kominn til Berlínar innan 11 klukkustunda, að hans áliti. Þegar fótgöngulið og verkfræð- ingasveitir reyndu enn einu sinni að ná Schönebeckbrúnni í dögun þess 12. apríl, sprengdu Þjóðverjar hana í loft upp beint fyrir framan augu þeirra. Nú tók kvíði að breiðast út með- al yfirmanna 9. hersins. Allt fram yfir hádegi þess 12. apríl hafði ver- ið góð ástæða til mikillar bjartsýni. 5. bryndrekaherfylkið hafði geystst áfram með ótrúlegum hraða og lagt að baki sér 200 mílur á 13 dögum. 2. bryndrekaherfylkið hafði farið sömu vegalengd á 14 dögum. En samt höfðu liðssveitirnar ekki náð neinni brú enn þá og þeim hafði ekki heldur tekizt að ná fótfestu neins staðar á austurbakka Elbe- fljóts. Því var nú tekin þýðingar- mikil ákvörðun í aðalbækistöðvum 2. bryndrekaherfylkisins: bryn- drekasveitirnar urðu að ryðja sér braut yfir á eystri bakkann með því að leggja flotbrú yfir ána. Fyrst skyldu liðssveitir ráðast yfir á aust- urbakkann í bátum og prömmum og tryggja sér þar fótfestu. Svo yrði lögð flotbrú yfir ána, og yfir hana mundu bryndrekarnir og bifreiðirn- ar síðan streyma. Klukkan 8 að kvöldi þess 12. apríl voru tvær herfylkingar fótgöngu- liðs og nokkurra brynvarinna öku- tækja ferjaðar með hægð yfir Elbe- fljót. Þeim var ekki veitt nein mót- spyrna á eystri bakkanum. Herfylk- ingarnar voru komnar yfir heilu og höldnu um miðnættið, og í bvrjun dögunar hafði sú þriðja bætzt í hóp- inn. Liðið dreifði sér fljótlega um eystri bakkann, gróf skotgrafir og byrgi í þéttum hálfhring um stað þann, sem verða skyldi eystri brú- arsporður flotbrúarinnar. White hershöfðingi hrjngdi síðan sigri- hrósandi til Simpsons hershöfðingja, yfirmanns 9. hersins, og hrópaði: ,.Við erum komnir yfir um“! Hlið til Berlínar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.