Úrval - 01.05.1966, Page 122
120
ÚRVAL
Um svipað leyti sama dag, þegar
skriðdrekar 5. bryndrekaherfylkis-
ins voru að streyma inn í Tanger-
miinde, dó Roosevelt forseti í bæn-
um Warm Springs. Á skrifborði hans
lá eintak af dagblaðinu „Constitu-
ion“ sem gefið er út í Atlanta. For-
síðufyrirsögn þess hljóðaði svo: 9.
er 57 mílum frá Berlín“.
Göbbels réð sér varla fyrir kæti.
Strax og hann heyrði fréttirnar,
hringdi hann til neðanjarðarbyrgis
Hitlers. „Foringi minn“, sagði hann,
„ ég óska yður til hamingju! Roose-
velt er dauður“! sagði hann sigra
hrósandi. „Þetta stendur skrifað í
stjörnunum. Síðari hluti aprílmán-
aðar mun verða tími breytinga hjá
okkur, sjálf vegamótin. í dag er
föstudagurinn 13. apríl. í dag stönd-
um við þegar á þessum tímamót-
um“!
í hrifningu sinni veitti Göbbels
öllum kampavín í Áróðursmálaráðu-
neytinu.
„Yfir með ykkur! Yfir með ykk-
ur! Og haldið svo beint áfram“! Ed-
win „Buckshot“ Crabill í 83. her-
fylkinu æddi fram og aftur um ár-
bakkann og ýtti mönnum út í ár-
ásarbátana. „Bíðið ekki eftir því, að
liðin verði skipulögð að nýju. Kom-
izt bara einhvern veginn yfir ána“!
hrópaði hann. „Þið eruð á leiðinni til
Berlínar"!
I bænum Barby, 15 mílum fyrir
suðaustan Magdeburg og rétt fyrir
norðan stað þann, þar sem aðal-
keppinautar þeirra, 2. bryndreka-
herfylkið, hafði farið yfir Elbe og
verið síðan stöðvað af öflugri þýzkri
vörn, voru menn 83. herfylkisins nú
að streyma yfir ána. Þeir mættu aft-
ur á móti ekki neinni mótspyrnu.
Þegar þeir komu inn í Barby, kom-
ust þeir að raun um, að brúin þar
hafði verið sprengd í loft upp. En
Crabill hafði skipað þeim að halda
tafarlaust yfir ána án þess að bíða
eftir skipun frá yfirmanni 83. her-
fylkisins. Árásarbátum hafði verið
skellt á ána, og eftir nokkrar stund-
ir var heil herfylking komin yfir
um. Og önnur var nú á leiðinni yfir
ána. Samtímis var verið að ferja
stórskotaliðsbyssur og önnur tæki
yfir um á flotbrúm, og verkfræðing-
ar voru jafnvel teknir til að smíða
göngubrú yfir ána.
Að kvöldi þess 13. apríl höfðu
verkfræðingarnir lokið smíði göngu-
brúarinnar: hliðið til Berlínar hafði
verið opnað. Fréttirnar voru sendar
Simpson hershöfðingja í hvelli, en
hann sendi þær síðan áfram til
Bradleys hershöfðingja. Hann sím-
aði tafarlaust til Eisenhowers.
Skyndilega varð nú þessi sókn 83.
bryndrekaherfylkisins yfir Elbe fest
í allra hugum. Eisenhower hlustaði
á fréttirnar með mikilli athygli. Þeg-
ar skýrslunni var lokið, lagði hann
spurningu eina fyrir Bradley. Brad-
ley endurtók samtal þetta síðar, og
hann heldur því fram, að Eisenhow-
er hafi spurt á þessa leið: „Brad,
hvað heldurðu, að það mundi kosta
okkur að sækja fram í áttina frá
Elbe og taka Berlín“?
Bradley hafði verið að velta sömu
spurningunni fyrir sér dögum sam-
an. Hann var sömu skoðunar og Eis-
enhower, þ.e. hann áleit ekki, að
Berlín væri lengur þýðingarmikið
hernaðarlegt keppikefli. En hann