Úrval - 01.05.1966, Síða 122

Úrval - 01.05.1966, Síða 122
120 ÚRVAL Um svipað leyti sama dag, þegar skriðdrekar 5. bryndrekaherfylkis- ins voru að streyma inn í Tanger- miinde, dó Roosevelt forseti í bæn- um Warm Springs. Á skrifborði hans lá eintak af dagblaðinu „Constitu- ion“ sem gefið er út í Atlanta. For- síðufyrirsögn þess hljóðaði svo: 9. er 57 mílum frá Berlín“. Göbbels réð sér varla fyrir kæti. Strax og hann heyrði fréttirnar, hringdi hann til neðanjarðarbyrgis Hitlers. „Foringi minn“, sagði hann, „ ég óska yður til hamingju! Roose- velt er dauður“! sagði hann sigra hrósandi. „Þetta stendur skrifað í stjörnunum. Síðari hluti aprílmán- aðar mun verða tími breytinga hjá okkur, sjálf vegamótin. í dag er föstudagurinn 13. apríl. í dag stönd- um við þegar á þessum tímamót- um“! í hrifningu sinni veitti Göbbels öllum kampavín í Áróðursmálaráðu- neytinu. „Yfir með ykkur! Yfir með ykk- ur! Og haldið svo beint áfram“! Ed- win „Buckshot“ Crabill í 83. her- fylkinu æddi fram og aftur um ár- bakkann og ýtti mönnum út í ár- ásarbátana. „Bíðið ekki eftir því, að liðin verði skipulögð að nýju. Kom- izt bara einhvern veginn yfir ána“! hrópaði hann. „Þið eruð á leiðinni til Berlínar"! I bænum Barby, 15 mílum fyrir suðaustan Magdeburg og rétt fyrir norðan stað þann, þar sem aðal- keppinautar þeirra, 2. bryndreka- herfylkið, hafði farið yfir Elbe og verið síðan stöðvað af öflugri þýzkri vörn, voru menn 83. herfylkisins nú að streyma yfir ána. Þeir mættu aft- ur á móti ekki neinni mótspyrnu. Þegar þeir komu inn í Barby, kom- ust þeir að raun um, að brúin þar hafði verið sprengd í loft upp. En Crabill hafði skipað þeim að halda tafarlaust yfir ána án þess að bíða eftir skipun frá yfirmanni 83. her- fylkisins. Árásarbátum hafði verið skellt á ána, og eftir nokkrar stund- ir var heil herfylking komin yfir um. Og önnur var nú á leiðinni yfir ána. Samtímis var verið að ferja stórskotaliðsbyssur og önnur tæki yfir um á flotbrúm, og verkfræðing- ar voru jafnvel teknir til að smíða göngubrú yfir ána. Að kvöldi þess 13. apríl höfðu verkfræðingarnir lokið smíði göngu- brúarinnar: hliðið til Berlínar hafði verið opnað. Fréttirnar voru sendar Simpson hershöfðingja í hvelli, en hann sendi þær síðan áfram til Bradleys hershöfðingja. Hann sím- aði tafarlaust til Eisenhowers. Skyndilega varð nú þessi sókn 83. bryndrekaherfylkisins yfir Elbe fest í allra hugum. Eisenhower hlustaði á fréttirnar með mikilli athygli. Þeg- ar skýrslunni var lokið, lagði hann spurningu eina fyrir Bradley. Brad- ley endurtók samtal þetta síðar, og hann heldur því fram, að Eisenhow- er hafi spurt á þessa leið: „Brad, hvað heldurðu, að það mundi kosta okkur að sækja fram í áttina frá Elbe og taka Berlín“? Bradley hafði verið að velta sömu spurningunni fyrir sér dögum sam- an. Hann var sömu skoðunar og Eis- enhower, þ.e. hann áleit ekki, að Berlín væri lengur þýðingarmikið hernaðarlegt keppikefli. En hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.