Úrval - 01.05.1966, Side 123

Úrval - 01.05.1966, Side 123
HVERJIR TAKA BERLÍN? 121 var því samþykkur, að rétt væri að taka borgina, ef slíkt kostaði ekki allt of mikla fyrirhöfn og fórn. En því var svipað farið með Bradley og Eisenhower yfirboðara hans, að hann hafði áhyggjur af þeim mögu- leika, að sótt yrði of langt inn á það væntanlega sovézka hernámssvæði, sem þegar hafði verið ákveðið og samið um, og einnig kveið hann fyr- ir mannfalli því, sem yrði í liðs- sveitum, er látnar væru sækja inn á svæði, sem þær mundu síðar verða að flytja burt frá. Nú svaraði hann þessari spurningu Eisenhowers á eftirfarandi hátt: „Ég býst við, að það kynni að kosta okkur 100 000 menn“. Það varð þögn. Svo bætti Bradley við: „Það væri nokkuð mikið að greiðaslíktverð aðeins vegna frægð- arinnar af að hafa náð svo langt, einkum þegar við vitum, að við verðum hvort eð er að hörfa til baka og leyfa hinum að taka við“. Þannig lauk samtali þessu. Eisen- hower tiikynnti Bradley ekkert um, hverjar fyrirætlanir hans væru. En Bradley hafði komið sinni skoðun á framfæri á svo ákveðinn hátt, að ekki varð um villzt: líf hermann- anna voru þýðingarmeiri en orð- stírinn einn eða bráðabirgðahernám landssvæðis, sem hafði enga þýð- ingu. Leyndar hryllingsógnir. Árásaráætlanir Eisenhowers höfðu staðizt með glæsibrag, svo að ekki sé meira sagt. Hann hafði jafnvel furðað sig sjálfur á sóknarhraða brezku og bandarísku herjanna. En þessi mikli sóknarhraði hafði gert það að verkum, að birgðaflutninga- leiðirnar voru orðnar svo langar, að það var orðið miklum erfiðleikum bundið að anna birgðaflutningun- um. Þegar Bandamenn sóttu sífellt lengra inn í hjarta Þýzkalands, urðu þeir að taka það hlutverk að sér að halda lífi í sívaxandi fjölda fólks auk eigin liðssveita. Þeir urðu að sjá hundruðum þúsunda þýzkra her- fanga fyrir mat. Þeir urðu að veita nauðungarverkamönnum frá fjölda landa skýli, mat, lyf og læknisþjón- ustu, og sama máli gegndi um frels- aða brezka og ameríska hermenn, sem verið höfðu herfangar í fanga- búðum Þjóðverja. Og það var fyrst nú, að sveitir sjúkrabifreiða voru komnar á vettvang, ásamt nægileg- um lyfjum og hjúkrunartækjum og útbúnaði fyrir bráðabirgðasjúkra- hús. Þarna var að vísu um geysi- legar birgðir að ræða, en þá var enn eitt ófyrirsjáanlegt skyldustarf lagt á herðar Bandamanna. Síðustu dagana var tekið að af- hjúpa ástand, sem átti eftir að reyn- ast þær ofboðslegustu hryllingsógn- ir, sem duldust innan Þriðja ríkis- ins. Alla þessa stórkostlegu sóknar- viku höfðu hermennirnir fyllzt hryllingi og viðbjóði um gervalla víglínuna, þegar þeir komust í snert- ingu við fangabúðir Hitlers og hundraðir þúsunda íbúa.þeirra á,samt sönnunargögnum um milljónir hinna dauðu. Þrautþjálfaðir og harðir bardaga- menn gátu vart trúað því, sem þeir sáu, er tugir fangabúða og fangelsa féllu í hendur Bandamanna. Heilum tveim áratugum síðar minntust þess- ir sömu menn þeirra sýna, sem þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.