Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
brú hafði nú verið byggð nálægt
þeirra fyrri). Snemma sunnudags-
morguninn 15. apríl fékk yfirmað-
ur 9. hersins, Simpson hershöfðingi,
svo símahringingu frá Bradley.
Simpson átti að fljúga tafarlaust til
aðalstöðva 12. hersins í Wiesbaden.
„Ég þarf að skýra þér frá dálitlu,
sem er mjög þýðingarmikið“, sagði
Bradley, ,,og ég vil ekki skýra þér
frá því í síma“.
Bradley beið eftir Simpson á flug-
vellinum. Þessum fundi þeirra lýsti
Simpson svo síðar með eftirfarandi
orðum: ,.Við heilsuðumst með
handabandi, og svo sagði hann mér
samstundis fréttirnar. Brad sagði:
„Þér verðið að binda endi á sóknina
við Elbe. Þér eigið ekki að sækja
lengra áfram í áttina til Berlínar.
Mér þykir þetta leitt, en svona er
því nú farið“.
„Hvar í fjandanum fenguð þér
þessa fyrirskipun“? spurði Simpson.
„Frá Ike sjálfum“, svaraði Brad-
ley.
Simpson var svo lamaður af undr-
un, að hann gat „jafnvel ekki mun-
að helminginn af því, sem Brad
sagði svo síðar í samtalinu. Ég man
það eitt, að ég var sárhryggur og
leiður og ég steig aftur upp í flug-
vélina í einhvers konar leiðslu. Hið
eina, sem kom fram í huga mér, var
þessi spurning: „Hvernig á ég að
segja starfsmönnum mínum, for-
ingjunum og hinum óbreyttu her-
mönnum frá þessu?. Já, umfram
allt, hvernig á ég að segja hinum
óbreyttu hermönnum frá þessu“?
Simpson skýrði æðstu undirmönn-
um sínum frá fyrirskipunum þess-
um í aðalbækistöðvum sínum. Svo
hélt hann tafarlaust áfram til Elbe-
fljóts. Hinds hershöfðingi fann
Simpson í aðalstöðvum 2. hersins.
„Hann spurði mig, hvernig mér
gengi“, sagði Hinds síðar, þegar
hann skýrði frá þessum fundi þeirra.
„Ég býst við, að nú sé þetta allt að
komast í lag“, svaraði Hinds. „Nú
gengur okkur orðið vel að koma
liðssveitum og tækjum yfir brýrnar
við Barby“.
,,Gott“, svaraði Simpson. „Leyfðu
hluta af iiði yðar að verða eftir á
eystri bakkanum, ef þér viljið. En
þeir eiga ekki að fara lengra“. Hann
ieit á Hinds. „Við förum ekki lengra
en hingað“.
Hinds varð svo hneykslaður og
undrandi, að hann gerði sig sekan
um agabrot. „Nei, herra“, svaraði
hann strax. „Þetta er ekki rétt. Við
ætlum til Berlínar“. Simpson virt-
ist berjast við að ná valdi á tilfinn-
ingum sínum. Nú varð vandræða-
leg þögn sem snöggvast. Svo svar-
aði Simpson tilbreytingarlausri, líf-
vana röddu: „Við förum ekki til Ber-
línar. Þetta eru stríðslok fyrir okk-
ur“.
(Þriðji og jafnframt síðasti hlutinn
mun birtast í næsta hefti).
Gamanleikari einn útskýrði það nýlega, hvers vegna Rússar eru komnir
á undan öllum öðrum i kapphlaupinu um geiminn: „Nú, ekki þurfa
þeir að berjast við kommúnista!" H.G.