Úrval - 01.05.1966, Page 130
ÚRVAI
ÞESSI TÖFRAPILLA GETUR SAGT TIL UM, HVAR ÞÚ
ERT STADDUR
Hið fyrsta, sem bandarískir geimfarar munu gera, eftir að þeir eru
lentir heilu og höldnu á tunglinu eftir nokkur ár, er að gleypa pillu.
En þar verður alls ekki um neitt læknislyf að ræða. Pillan, sem þeir
munu taka inn, mun verða örlítil útvarpssendistöð af þeirri gerð, sem
er nú þegar notuð á sjúkrahúsum til þess að hjálpa læknum að greina
innvortissjúkdóma.
Og pillur þessar munu ekki gegna síður mikilvægu hlutverki fyrir
geimfarana. Þær munu tryggja það, að þeir týnist ekki, þegar þeir
fara að rannsaka eyðimerkur tunglsins.
Útvarpspillur, sem munu geta haldið áfram að senda útvarpsbylgjur
i samfleytt 36 klukkustundir, munu gera það mögulegt, að skráð verði á
tæki hvert skref og hver hreyfing geimfaranna. Tæki þessi verða bæði
í geimfarinu, sem þeir lenda í á tunglinu og í móðurskipinu, sem bíða
mun á sporbraut umhverfis tunglið.
Rúmlega 60 bandarískir stjórnarembættismenn og vísindamenn við
ýmsar háskólastofnanir héldu fund til þess að tryggja, að allt fari vel,
þegar Bandaríkin reyna að senda geimfara til tunglsins einhvern tíma
á árunum 1969—70. Og á fundi þessum var hugmyndin um útvarps-
pillusendingarnar samþykkt auk fleiri annarra hugmynda.
Vísindamönnunum er mjög umhugað um, að sem mest gagn verði af
tungllendingunni og öðrum lendingum þar, sem á eftir munu fylgja á
árunum milli 1970 og 1980.
Þeir vilja t.d. að Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna leggi geysi-
lega áherzlu á að hraða byggingu nokkurs konar „tungljeppa", smá-
bíls, sem bera á 2 geimfara á stuttum rannsóknarferðum frá fyrstu
tunglbækistöðinni.
Einnig er verið að vinna að smíði „fljúgandi vélar“ með eldflauga-
hreyflum, sem mun gera geimförunum fært að skjótast yfir fjallgarða
í stökkum, þegar kemur að víðtækari rannsókn tunglsins.
Vísindamennirnir mæla einnig með því, að smíðaður verði bor, sem geti
borað í gegnum a.m.k. 10 feta þykka klöpp eða önnur jarðlög til þess
að ná sýnishornum af jarðlögum neðan yfirborðsins, sem verða svo rann-
sökuð nánar hér niðri á jörðinni.
Vísindamennirnir halda því fram, að geimfarar þeir, sem sendir
verða til tunglsins, skuli hljóta sérþjálfun i jarðfræði og söfnun sýnis-
horna og varðveizlu þeirra, þannig að unnt reynist að komast með
þau algerlega óbreytt til jarðar, þ.e. án þess að þau verði fyrir nokkrum
áhrifum andrúmslofts jarðarinnar eða lífsins hér niðri á jörðinni.
Vísindamennirnir halda því fram, að upp úr 1975 ættu geimfarar, sem
sendir verða til tunglsins, að geta dvalið þar allt upp í 2 mánuði og
ættu þeir því að hljóta þjálfun, sem miðaði að þvi, að slíkt reyndist unnt.
Síðan yrði hægt að lengja þennan tíma, eftir því sem tunglbækistöðv-
arnar verða stærri og þægilegri bústaðir. Sunday Express