Úrval - 01.05.1966, Síða 130

Úrval - 01.05.1966, Síða 130
ÚRVAI ÞESSI TÖFRAPILLA GETUR SAGT TIL UM, HVAR ÞÚ ERT STADDUR Hið fyrsta, sem bandarískir geimfarar munu gera, eftir að þeir eru lentir heilu og höldnu á tunglinu eftir nokkur ár, er að gleypa pillu. En þar verður alls ekki um neitt læknislyf að ræða. Pillan, sem þeir munu taka inn, mun verða örlítil útvarpssendistöð af þeirri gerð, sem er nú þegar notuð á sjúkrahúsum til þess að hjálpa læknum að greina innvortissjúkdóma. Og pillur þessar munu ekki gegna síður mikilvægu hlutverki fyrir geimfarana. Þær munu tryggja það, að þeir týnist ekki, þegar þeir fara að rannsaka eyðimerkur tunglsins. Útvarpspillur, sem munu geta haldið áfram að senda útvarpsbylgjur i samfleytt 36 klukkustundir, munu gera það mögulegt, að skráð verði á tæki hvert skref og hver hreyfing geimfaranna. Tæki þessi verða bæði í geimfarinu, sem þeir lenda í á tunglinu og í móðurskipinu, sem bíða mun á sporbraut umhverfis tunglið. Rúmlega 60 bandarískir stjórnarembættismenn og vísindamenn við ýmsar háskólastofnanir héldu fund til þess að tryggja, að allt fari vel, þegar Bandaríkin reyna að senda geimfara til tunglsins einhvern tíma á árunum 1969—70. Og á fundi þessum var hugmyndin um útvarps- pillusendingarnar samþykkt auk fleiri annarra hugmynda. Vísindamönnunum er mjög umhugað um, að sem mest gagn verði af tungllendingunni og öðrum lendingum þar, sem á eftir munu fylgja á árunum milli 1970 og 1980. Þeir vilja t.d. að Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna leggi geysi- lega áherzlu á að hraða byggingu nokkurs konar „tungljeppa", smá- bíls, sem bera á 2 geimfara á stuttum rannsóknarferðum frá fyrstu tunglbækistöðinni. Einnig er verið að vinna að smíði „fljúgandi vélar“ með eldflauga- hreyflum, sem mun gera geimförunum fært að skjótast yfir fjallgarða í stökkum, þegar kemur að víðtækari rannsókn tunglsins. Vísindamennirnir mæla einnig með því, að smíðaður verði bor, sem geti borað í gegnum a.m.k. 10 feta þykka klöpp eða önnur jarðlög til þess að ná sýnishornum af jarðlögum neðan yfirborðsins, sem verða svo rann- sökuð nánar hér niðri á jörðinni. Vísindamennirnir halda því fram, að geimfarar þeir, sem sendir verða til tunglsins, skuli hljóta sérþjálfun i jarðfræði og söfnun sýnis- horna og varðveizlu þeirra, þannig að unnt reynist að komast með þau algerlega óbreytt til jarðar, þ.e. án þess að þau verði fyrir nokkrum áhrifum andrúmslofts jarðarinnar eða lífsins hér niðri á jörðinni. Vísindamennirnir halda því fram, að upp úr 1975 ættu geimfarar, sem sendir verða til tunglsins, að geta dvalið þar allt upp í 2 mánuði og ættu þeir því að hljóta þjálfun, sem miðaði að þvi, að slíkt reyndist unnt. Síðan yrði hægt að lengja þennan tíma, eftir því sem tunglbækistöðv- arnar verða stærri og þægilegri bústaðir. Sunday Express
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.