Úrval - 01.05.1967, Page 7

Úrval - 01.05.1967, Page 7
GEYSILEGT VATNSMAGN UNDIR ... 5 saman jarðveg, sem hefur einhvern tímann verið ræktaður, en er nú þakinn þunnu sandlagi. Einu sinn í fyrndinni var Sahara dæmigert hitabeltissvæði með geysi- mikilli úrkomu, allstórum ám og fjölskrúðugum gróðri. Áhöld, sem gerö hafa verið bæði á eldri og yngri steinöld, hafa fundizt víða og bera vitni um, að það hefur verið búið á fjölmörgum stöðum á Sahara- svæðinu. Hinar frægu myndir á klettaveggjum í Tassilifjöllunum í hinum alsírska hluta eyðimerkur- innar sýna margs konar dýr ásamt mönnum, sem dansa, fiska og veiða. Leifar af áveitukerfum frá því fyrir um 8000 árum sýna, að haldið var áfram að yrkja jörðina, eftir að loftslagið fór að breytast. Á Sahara- svæðinu öllu er nú minna en 2 millj - ónir manna, og er svæði þetta því strjálbýlasta svæði jarðarinnar að heimskautasvæðunum einum undan- teknum. Flestir þessir íbúar eiga heima á steppum í útjaðri eyðimerk- urinnar í norðri og suðri og á há- sléttunum í Ahaggar og Tibestifjöll- unum. Menn geta dregið fram lífið í Saharaeyðimörkinni, með hjálp úlfaldanna, kvikfénaðar, sem rekinn er fram og aftur í leit að mjög lélegri beit, verzlunar með kjöt og salt, sem rekin er með hjálp úlfaldalesta, og einnig hjálpa áveitur í vinjunum mönnunum að draga fram lífið. En síðustu öldina hefur loftslagið orð- ið enn þurrara en áður, og hefur það gert það að verkum, að menn búa nú vart lengur inni í eyðimörkinni sjálfri. Það hafa kviknað vonir um, að nú muni reynast unnt að rækta að nýju stór svæði víða í Sahara- eyðimörkinni, og ættu engar tækni- legar hindranir að vera í vegi fyrir því, að svo megi verða. Vandamálin, sem tengd eru hag- nýtingu hinna geysilegu vatnsbirgða Saharaeyðimerkurinnar eru aðallega stjórnmálalegs eðlis. Vatnið finnst í jarðlögum, sem liggja þvert yfir landamæri hinna ýmsu ríkja án nokkurs tillits til þeirra. Vandamál- ið verður að skoðast út frá sjónar- miði, sem nær til Saharaeyðimerk- innar sem heildar, en ekki einstakra ríkja eingöngu, og hagnýtingu vatnsbirgðanna verður að skipu- leggja á þann hátt, að tekið sé tillit til þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli, þannig að einni sé ekki gert hærra undir höfði en annarri. Slík viðleitni hefur þegar borið árangur, hvað tæknilega aðstoð snertir. Hag- nýting vatnsbirgða þessara mun að- allega grundvallast á fjárhagslegri aðstoð við ríki þau, sem Sahara- eyðimörkin tilheyrir. Sahara er stærsta eyðimörk jarðar- innar. Hún er næstum 10 milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Öll Evrópa (að Úralfjöllum) er aðeins örlítið stærri. Sahara teygir sig 5.000 kílómetra leið þvert yfir Norður- Afríku, allt frá Atlantshafi til Rauðahafsins. (í fauninni heldur eyðimörkin áfram hinum megin Rauðahafsins, þ. e. þvert yfir Arabíu, en samt er það svæði aldrei kallað Sahara). Landfræðilega skoðað myndar Sahara alger skil milli þeirra landa Afríku, sem liggja með- fram Miðjarðarhafinu, og hins hluta heimsálfunnar. Endimörk eyðimerkurinnar eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.