Úrval - 01.05.1967, Síða 11
GEYSILEGT VATNSMAGN UNDIR ...
9
neðanjarðarvatnsæðanna undir
Saharaeyðimörkinni snertir. Ef vatn
í vatnsæðarjarðlagi er ekki lokað
inni vegna þrýstings efra, ógagn-
dræps jarðlags, er ekki neinn þrýst-
ingur á vatninu og þá er eingöngu
hægt að ná því upp á yfirborð jarð-
ar með því að dáela því þangað upp
eða leiða það burt eftir neðanjarðar-
æðum með hjálp þyngdaraflsins.
Neðanjarðarvatn er sjaldan hreyf-
ingarlaust í vatnsæð. Vatn, sem
þrýstingur hvílir á, er einkum gjarnt
á að færa sig úr stað langar leiðir
frá því svæði, þar sem nýtt vatn
bætist við vatnsæðina. Þessi hreyf-
ing vatnsins er af völdum þyngdar-
aflsins. í Saharaeyðimörkinni hefur
uppgufunin einnig þau áhrif, að
vatninu hættir mjög til þess að
leita í lóðrétta stefnu þ. e. upp í
móti. Uppgufunin hefur svipuð á-
hrif og risavaxin dæla. Hún gleypir
efstu lög neðanjarðarvatnsins.
Uppgufun vatns af yfirborði jarð-
ar getur numið meira en 10.000
rúmmetrum á sólarhring á hverjum
ferkílómetra! Áhrifin eru auðvitað
minni, þar sem um er að ræða
vatn undir yfirborðinu. í Sahara-
eyðimörkinni heldur uppgufunin á-
fram að hafa töluverð áhrif allt
niður á 20 metra dýpi eða jafnvel
enn dýpra undir yfirborði eyðimerk-
urinnar. Ef slík uppgufun frá jarð-
lögum undir yfirborðinu væri að-
eins milli 1/1000 og 1/10.000 hluti
af uppgufuninni á sjálfu yfirborð-
inu( nákvæmar hlutfallstölur er alls
ekki hægt að gefa vegna skorts á
nauðsynlegum upplýsingum), mundi
hún samt hafa í för með sér vatns-
rýrnun, sem næmi yfir 3.000 rúm-
metrum á hvern ferkílómeter á ári.
Það glatast alltaf talsvert magn
af vatni úr vatnsæðunum, og er út-
gufunin þar sjálfsagt helzti söku-
dólgurinn. Hún á sér stað í risastór-
um dælum, sem ganga undir nafn-
inu „chott“. Á löngu liðnum tíma-
bilum, er veðurfarið í Sahara var
eðlilegra en það er nú, hafa dæld-
ir þessar verið stöðuvötn, sem úr-
koma hefur síazt í. Einnig mun vatn
hafa stigið upp í þau frá neðarjarð-
arvatnsæðunum. Nú eru dældir
þessar þurrar, nema rétt eftir að
rignt hefur, sem sjaldan kemur fyr-
ir.
í því sambandi skapast athyglis-
verður möguleiki á árangursríkri
vatnsleit, þ.e. með því að styðjast
við hegðun og framferði dýranna.
Sérfræðingar, sem rannsakað hafa
lifnaðarhætti eyðimerkurengisprett-
anna, halda því fram, að skordýr
þessi verpi eggjum sínum helzt ekki
nema í rakan jarðveg og slíkan
jarðveg þurfi líka til þess að egg-
in klekist út. Menn hafa oft orðið
vitni að því, að engisprettur verpi
eggjum á svæðum, sem virðast vera
alveg uppþornuð. Að öllum líkind-
um finna þessi dýr hin ósýnilegu
afrennsli frá neðanjarðarvatnsæð-
unum, þ.e. svæði, þar sem um er
að ræða uppgufun frá dýpri jarð-
lögum. Með því að afmarka þau
svæði greinilega, sem engisprett-
urnar verpa á, mun sjálfsagt verða
unnt að finna neðanjarðarvatnsæð-
ar, sem unnt mundi reynast að kom-
ast að.
Þegar reynt er að afla einhverrar
vitneskju um aðrennsli til vatnsæð-
anna, þ.e. vatnsmagn það, sem bæt-