Úrval - 01.05.1967, Page 17

Úrval - 01.05.1967, Page 17
GEYSILEGT VATNSMAGN UNDIR . . . 15 koma fram, er hindrað gætu það, að markinu yrði náð í þessu efni. í fyrsta lagi er rannsókn slíkra neð- anjarðarvatnsæða og vatnsbirgða mjög dýr, einkum í Saharaeyði- mörkinni. Þar að auki eiga flestar þær þjóðir, sem málið snertir beint, við efnahagslega erfiðleika að stríða og viðleitni þeirra í þróunarátt er enn næstum alveg einskorðuð við svæði, sem eru langt frá svæðum þeim, sem þessi sömu ríki ráða yfir í Saharaeyðimörkinni. Ofangreindir erfiðleikar benda til þess, að það væri mjög viturlegt að láta alþjóðlega nefnd sjá um fram- kvæmd slíkrar rannsóknar. Mundi nefnd sú verða fulltrúi þjóðanna, sem eiga landsvæði í Saharaeyði- mörkinni. Nefnd þessi mundi starfa á vegum Sameinuðu Þjóðanna og njóta tæknilegrar og efnahagslegr- ar aðstoðar þeirrar stofnunar og ef til vill hóps annarra þjóða. Sam- einuðu þjóðirnar og nokkrar af stofnunum þeirra hafa þegar hafið tilraunir til þess að leysa enn meira aðkallandi vandamál í Chad, Nigeríu, Sameinaða arabiska lýð- veldinu og Súdan. Sú starfsemi er aðkallandi og gagnleg, en þar er samt aðeins um að ræða viðleitni til þess að leysa örlítið brot af alls- herj arvandamáli Saharaeyðimerkur- innar. Það verður að fjalla um þetta vandamál á breiðum grundvelli, því að Sahara er risavaxin. Það verður að fjalla um það á alþjóðlegum grundvelli, þannig að unnt muni reynast að notfæra sér þróunarlög- mál og meginreglur nútímans til þess að breyta neðanjarðarvatni eyðimerkunnar í uppsprettu, sem til gagns megi verða fyrir allar þær þjóðir, sem þar eiga hlut að máli. Starfsfólk verksmiðjunnar hafði allt verið kallað saman til þess að hlusta á mjög þýðingarmikla tilkynningu forstjórans. „Herrar mínir og frúr,“ hóf hann máls, „stjórn verksmiðjunnar hefur gert sér grein fyrir því, að nú um hríð hefur gengið hér orðrómur í verksmiðjunni. Og vil ég taka það fram, að orðrómur þessi er sannur. Frá 1. næsta mánaðar að telja verður breytt um hér og verksmiðjan gerð algerlega sjálfvirk.“ Það heyrðist þrjózkulegt muldur í starfsfólkinu. Forstjórinn lyfti upp hendinni til þess að biðja um þögn og hélt áfram máli sínu: „Eng- um mun þó verða sagt upp störfum. Launin munu verða hin sömu og áður. Launauppbætur munu verða hinar sömu, einnig sumarleyfi með iaunum, sjúkradagpeningar og eftirlaunakerfi. Þessu verður alls ekki haggað. Það er búizt við því af sérhverjum starfsmanni, að hann mæti hér til starfa á miðvikudegi í hverri viku, en aðeins á miðvikudögum." Það ríkti dauðaþögn. Svo kvað við rödd ein aftarlega í hópnum, og það mátti greina kvörtunartón í henni: „Ha? Á hverjum mið- vikudegi ?“ Courier Magazine.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.