Úrval - 01.05.1967, Síða 20

Úrval - 01.05.1967, Síða 20
18 ÚRVAL þess að hún vildi ekki eyða tíma sinum í hvíld. Hún geystist um allt á hestbaki eins og strákur til þess að fá næga hreyfingu og herða líkama sinn. Hún lærði latínu og grísku, meðan hún var enn mjög ung, og þegar hún var orðin 14 ára gömul, gat hún þar að auki auð- veldlega lesið og skrifað frönsku, þýzku, ítölsku og spænsku. Hún fékk strangtrúarlegt lúterskt upp- eldi, en það var hin opinbera ríkis- trú, en snemma á ævinni lét hún þó í ljósi vantrú á kenningum hennar. Þegar hún varð sextán ára, vildu ríkisstjórarnir krýna hana og láta hana taka við raunverulegri stjórn ríkisins. Hún neitaði að láta krýna sig. Hún sagðist ekki vera reiðubú- in enn þá. Þ. 8. desember árið 1644, þegar hún var átján ára og því full- veðja, settist hún í silfurhásæti umkringd ríkisráðgjöfum sínum og sór eiðinn, ekki sem drottning, heldur sem konungur Svíþjóðar. Nú varð það eitt þýðingarmesta vandamálið að útvega henni við- unandi eiginmann, svipað og verið hafði, hvað Elísabetu Englands- drottningu snerti, því að það er auð- vitað ekki heppilegt fyrir konung- dæmi, að drottning ríki þar ógift og láti undir höfuð leggjast að sjá krúnunni fyrir ríkisarfa. En Kristín felldi sig ekki við þá hugmynd að ganga í hjónaband. Henni hefur hlotið að þykja vænt um frænda sinn, Ágúst, son Palatine prins, því að hún skrifaði honum á eftirfarandi hátt, eftir að hún var krýnd: „Ást mín er svo sterk, að dauð- inn einn getur unnið bug á henni, og deyir þú á undan mér (sem guð gefi, að ekki verði), mun hjarta mitt verða öllum öðrum dautt, en minningar mínar og ást mín munu fylgja þér að eilífu.“ En samt vildi hún ekki heyra það nefnt að giftast Karli Ágústi, þegar ráðgjafar hennar hvöttu hana til þess. Hún var góð vinkona Magnúsar de la Gardie greifa, sonar yfir- marskálks Svíþjóðar, og hún gerði sér svo títt um- hann opinberlega (enda lét hún sér það jafnan í léttu rúmi liggja, hverjum augum aðrir litu á framkomu hennar), að fólk fór að stinga saman nefjum um samdrátt þeirra á milli. Karl Ágúst lagði fast að henni að giftast sér. Hann sagði, að hún yrði hvort sem væri að giftast fyrr eða síðar. Drottningin féllst á að veita honum viðtal um þetta mál. Hún tók á móti honum í návist de la Gardie og Johns Matthaie, biskups í Strengnás, sem var kristinfræði- kennari hennar. Og í viðurvist þeirra sagði hún við Karl: „Ég neyðist til þess að skýra þér frá því, að ég get alls ekki lofað að giftast þér. Ég get aðeins lofað því, að ég muni ekki giftast neinum öðrum.“ Það var allt og sumt. En hún bætti þó þessu við: „Ég skal lofa einu. Þótt ég gift- ist aldrei, mun ég samt gera þig að arftaka krúnunnar. Þú skalt verða arftaki minn.“ Og með þessu hélt Karl leiðar sinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.