Úrval - 01.05.1967, Page 23

Úrval - 01.05.1967, Page 23
KRISTÍN SVÍADROTTNING 21 og varS honum tíðrætt um dásemd- ir og lystisemdir Kómar, Parísar og Suðurlanda. Brátt varð hann helzta eftirlætið hennar. Hann skipti sér af öllu við hirðina, og sagt er, að hann hafi verið fyrsti elskhugi hennar. Hvort sem þetta hefur nú við rök að styðjast eða ekki, þá virtist samt eitthvað hafa gerzt innra með henni, allt frá því augnabliki að Bourdelot kemur til Stokkhólms. Hún missti allan áhuga á málefnum Svíþjóðar. Hún snerist alveg ákveðið gegn lútersku kirkjunni, sem hún hafði reyndar aldrei verið hrifin af. Þess í stað tók hún að hneigjast mjög að kaþólskri trú. Nú fór hún að elska allt, sem var af latnesk- um uppruna og þá ekki sízt róm- verskum, og þessi ást hennar varð þungamiðja ævi hennar uppfrá því. Fráhvarf hennar frá lúterskri trú til kaþólskrar hafði geysilega mikil stjórnmálaleg áhrif, Á þessum tíma háðu fylgismenn kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar ofsalega baráttu í Evrópu og þá ekki sízt í þýzku smáríkjunum. Þetta var því geysi- lega þýðingarmikill stjórnmálaleg- ur viðburður. Þetta vitnaðist fyrst árið 1651, þegar portúgalskur sendi- herra kom til Stokkhólms. Hann talaði ekkert það tungumál, sem Kristín gæti skilið, og því gerðist ritari hans túlkur hans í viðræðum hans við drottningu. Og þessi túlkur var Jesúítaprestur. Kristín var þeg- ar orðin sannfærð um þetta frá- hvarf sitt og trúði honum fyrir áhuga þeim, sem hún hefði á ka- þólskri trú, og löngun sinni til þess að ræða þetta nánar við kaþólsk- an prest. Hann útvegaði sér tylli- ástæðu til þess að yfirgefa hirð hennar og flýtti sér til Rómar með fréttirnar. Þaðan voru svo sendir tveir trúboðar á hennar fund með mikilli leynd og skyldu þeir snúa henni að fullu til kaþólskrar trúar. Hún tók nú kaþólska trú, þó ekki væri það opinberlega, sem kaþó- likki gat hún ekki ríkt yfir Svíþjóð. Er hér var komið sögu, var hún orðin dauðþreytt á því að vera drottning. Þessi kona, sem bjó yfir svo furðulegri lífsorku, vildi þekkja allt, vita allt. Hún þráði fjölbreytta reynslu, æsandi reynslu. Þegar hún hafði gleypt í sig það, sem var að hafa hverju sinni, sneri hún sér að einhverju nýju, og ólíku hinu fyrra. Hún hafði komizt í snertingu við Suðurlandabúa. Hún þráði nú að kynnast þeim betur og löndum þeirra. Og hún hafði nú öðlazt trú, er veitti sál hennar fróun, trú, sem var svo ólík lúterstrúnni, er hún hafði játað áður. Og hún þráði að þurfa ekki lengur að fela trúariðk- anir sínar, heldur mega taka þátt í kaþólsku trúarlífi í ríkum mæli og án allrar leyndar. Það var aðeins ein leið opin fyr- ir hana, er gæti gert henni það kleift að öðlast allt þetta. Hún varð að afsala sér völdum sem drottning Svíþjóðar. Þetta kostaði talsverða baráttu, því að málið var ekki svo einfalt, að hún gæti bara labbað burt. Fyrst og fremst þarfnaðist hún tekna drottningar, þótt hún hætti að sinna drottningarskyldum, því að hún ætlaði sér alls ekki að fara að flækj- ast auralaus um Evrópu. Hún lét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.