Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 26
24
marki, sem hann hafði sett sér. Hann
lét dreifa heilmörgum hneykslis-
bréfum um drottningu meðal fólks
við hirðina. f bréfum bessum líkti
hann. eftir rithönd Santinelli og lét
líta þannig út, að það hefði verið
Santineili, sem hefði dreift þeim.
En bréfih komust í hendur Krist-
ínar.
Hún vissi, að bréf þessi höfðu ver-
ið skrifuð af Monaldeschi sjálfum,
en samt lét hún senda eftir honum
og skýrði honum frá því, að einhver
væri að breiða út óhróður um hana
við hirðina. Monaldeschi skýrði
henni frá því, að það hlyti að vera
einhver svikari meðal starfsmanna
hennar, og því hlyti það annað hvort
að vera hann sjálfur eða einhver
annar, sem væri í nánum tengslum
við hana. Hann sagði, að slíka per-
sónu yrði að taka af lífi án nokk-
urrar miskunnar samkvæmt skipun
Kristínar drottningar, sem hefði vald
yfir lifi og dauða þegna sinna. Og
hann bauðst til að láta taka sig af
lífi alveg hiklaust, ef hann reynd-
ist hinn seki, eða gerast böðullinn,
ef hann reyndist saklaus.
Kristín skipaði honum hvössum
rómi að minnast þessara orða sinna
síðar og sendi hann að því búnu
burt.
Þau voru stödd í Fontainebleau
skammt frá París. Kristín athugaði
bréfin betur og sendi skömmu síð-
ar eftir Föður Lebel, sem var ka-
þólskur prestur. Hún fékk honum
bréfin, innsiglaði þau og bað hann
um að geyma þau með leynd og af-
henda henni þau í viðurvist þeirrgr
persónu, sem hún mundi tilnefna við
það tækifæri.
ÚRVAL
Fjórum dögum síðar skipaði hún
svo fyrir, að Monaldeschi skyldi
koma til áheyrnar í Galerie des Carfs
en þar hún vön að veita áheyrn. En
Monaldeschi kom þangað, sá hann,
að Ludovico Santinelli, bróðir
Franceso greifa, var þar einnig við-
staddur ásamt tveim öðrum mönn-
um, og voru þeir allir vopnaðir. Eft-
ir að hafa rætt við Monaldeschi í
nokkrar mínútur, kallaði Kristín á
Föður Lebel.
Drottningin tók við bréfabögglin-
um úr hendi prestsins og sýndi
Monaldeschi innihaldið.
Vesalings maðurinn reyndi að
halda fram sakleysi sínu, en að lok-
um hætti hann allri mótspyrnu.
Hann kraup á kné frammi fyrir
drottningu og' grátbað hana um
miskunn.
Flún var ósveigjanleg og sagði, að
slíkur svikari verðskuldaði að deyja.
Hún skildi Monaldeschi síðan eftir
í salnum ásamt þeim Ludovico
Santinelli, aðstoðarmönnum hans
tveim og Föður Lebel og gekk inn
í hliðarherbergi, sem lá að salnum.
Nú glataði Monaldeschi því litla
hugrekki, sem hann kann að hafa
átt eftir. Hann kastaði sér fyrir fæt-
ur prestsins og bað hann um að
ganga á rriilli. Hann grátbað Santi-
nelli um líf og gat jafnvel talið hann
á að fara inn í hliðarherbergið og
biðja Kristinu um að sýna miskunn
og þyrma lífi hans. En drottningin
var samt ósveigjanleg.
Faðir Lebel grátbað hana einnig
árangurslaust um að hætta þessum
hræðilega leik. Hún svaraði því til,
að hún væri drottning, jafnvel þótt