Úrval - 01.05.1967, Side 30

Úrval - 01.05.1967, Side 30
28 ÚRVAL Tæki þetta er aðeins 7 ára gamalt, en samt hefur það vakið geysilega eftirtekt og komið róti á hugi manna. Það hefur „komið fram“ í kvik- myndum (Bófinn Goldfinger notaði það gegn James Bond) —■ og í teiknimyndasögum í blöðunum fMánadís í „Dick Tracy“ hefur inn- byggðan „laser“ frá náttúrunnar hendi). Það er hægt að nota tæki þetta á svo margan hátt í iðnaði og vísindum, að slíkt virðist algerir galdrar. Þróunin er svo ör á þessu sviði, að sumir sérfræðingar spá því, að „laseriðnaðurinn" muni vaxa svo ört, að hann muni nema hálfri til einni billjón dollara í Bandaríkj- unum einum, þegar komið verður fram á árið 1970. Uppnámið hófst árið 1958, þegar þeir dr. Charles IL Townes og dr. Arthur L. Schawlow, sem þá störf- uðu hiá Bell-rannsóknarstofnunina, birtu fyrstu ritgerð sína, þar sem Munur á geisla venjulegs Ijóss og Laserljóss. þeir lýstu því, hvernig hægt ætti að vera að búa til „laser“. (Nafn þetta er stytting á „light amplifi- cation by stimulated emission of radiation": ljósmögnun með örvun útgeislunar). Árið 1960 tókst Theo- dore H. Maimann, sem vann hjá Hughes-flugvélaverksmiðjunum í Malibu í Kaliforníu, að ná fyrsta „lasergeisla" heimsins úr tilbúnum rúbín. Þar var um að ræða eld- rauðan, gli.trandi geislunarlampa. Furðuljósið hafði fæðzt í þennan heim. STÖKKVANDI RAFEINDIR Ef þér gæfist tækifæri til að sjá „rúbínlaser" að störfum, ' yrðirðu líklega hissa á því, hversu einfalt svona geysilega öflugt tæki virðist vera fljótt á litið. Þú mundir bara sjá tvo emailleraða stálkassa, lítinn, sem hefur að geyma „lasertækið“, og stærri með stjórntækjum, sem hefur að geyma „Capacitora" eða „þéttara" til geymslu á háspennu- rafstraum. Tæknifræðingur tekur í hand- fang, og það heyrist hvinur á með- an „capacitorarnir" hlaða sig. Svo bendir tæknifræðingurinn á merki á hurðinni, en á því stendur: „Varúð .... hætta fyrir augun“. Og svo réttir hann viðstöddum dökk hlífð- argleraugu, sem halda mestum hluta Ijóssins frá augunum. Jafnvel end- urvarpaðir ,,lasergeislar“ geta brennt göt á nethimnu augans. Nú er „lasertækið“ tilbúið til notkunar. Tæknifræðingurinn miðar því að stálbút, sem er á þykkt við kvartdollarapening. Þegar hann þrýstir á „gikkinn“, heyrðist harður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.