Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
Tæki þetta er aðeins 7 ára gamalt,
en samt hefur það vakið geysilega
eftirtekt og komið róti á hugi manna.
Það hefur „komið fram“ í kvik-
myndum (Bófinn Goldfinger notaði
það gegn James Bond) —■ og í
teiknimyndasögum í blöðunum
fMánadís í „Dick Tracy“ hefur inn-
byggðan „laser“ frá náttúrunnar
hendi). Það er hægt að nota tæki
þetta á svo margan hátt í iðnaði og
vísindum, að slíkt virðist algerir
galdrar. Þróunin er svo ör á þessu
sviði, að sumir sérfræðingar spá því,
að „laseriðnaðurinn" muni vaxa
svo ört, að hann muni nema hálfri
til einni billjón dollara í Bandaríkj-
unum einum, þegar komið verður
fram á árið 1970.
Uppnámið hófst árið 1958, þegar
þeir dr. Charles IL Townes og dr.
Arthur L. Schawlow, sem þá störf-
uðu hiá Bell-rannsóknarstofnunina,
birtu fyrstu ritgerð sína, þar sem
Munur á geisla venjulegs Ijóss
og Laserljóss.
þeir lýstu því, hvernig hægt ætti
að vera að búa til „laser“. (Nafn
þetta er stytting á „light amplifi-
cation by stimulated emission of
radiation": ljósmögnun með örvun
útgeislunar). Árið 1960 tókst Theo-
dore H. Maimann, sem vann hjá
Hughes-flugvélaverksmiðjunum í
Malibu í Kaliforníu, að ná fyrsta
„lasergeisla" heimsins úr tilbúnum
rúbín. Þar var um að ræða eld-
rauðan, gli.trandi geislunarlampa.
Furðuljósið hafði fæðzt í þennan
heim.
STÖKKVANDI RAFEINDIR
Ef þér gæfist tækifæri til að sjá
„rúbínlaser" að störfum, ' yrðirðu
líklega hissa á því, hversu einfalt
svona geysilega öflugt tæki virðist
vera fljótt á litið. Þú mundir bara
sjá tvo emailleraða stálkassa, lítinn,
sem hefur að geyma „lasertækið“,
og stærri með stjórntækjum, sem
hefur að geyma „Capacitora" eða
„þéttara" til geymslu á háspennu-
rafstraum.
Tæknifræðingur tekur í hand-
fang, og það heyrist hvinur á með-
an „capacitorarnir" hlaða sig. Svo
bendir tæknifræðingurinn á merki
á hurðinni, en á því stendur: „Varúð
.... hætta fyrir augun“. Og svo
réttir hann viðstöddum dökk hlífð-
argleraugu, sem halda mestum hluta
Ijóssins frá augunum. Jafnvel end-
urvarpaðir ,,lasergeislar“ geta
brennt göt á nethimnu augans.
Nú er „lasertækið“ tilbúið til
notkunar. Tæknifræðingurinn miðar
því að stálbút, sem er á þykkt við
kvartdollarapening. Þegar hann
þrýstir á „gikkinn“, heyrðist harður