Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 33
LASER — FURÐULJÓSIÐ NÝJA
31
litrófinu. „Þessar línur sýna, að í
málningunni er zink, og málarar
byrjuðu ekki að nota málningu með
zinki fyrr en 1820!“
Líklegt er, að „lasertækið" muni
koma að margvíslegum notum, hvað
læknavísindin snertir. Tæki, sem
nefnist ,,laser-coagulator“, er t.d.
notaður nú þegar af augnskurðlækn-
um til þess að gera við rifnar net-
himnur, sem gætu leitt til blindu,
ef þær væru ekki lagaðar. í Palo
Alto í Kaliforníu sýndi dr. H. Christ-
ian Zvveng frá Læknadeild Stanford-
háskólans og Palo Alto Læknarann-
sóknarstofnunni mér, hversu auð-
veldlega tæki þetta starfar. Sjúkl-
ingur hans sat á stól og hallaði höfð-
inu aftur á bak, á meðan dr. Zweng
beindi litlu tæki að útþöndu sjá-
aldinu, en hann hélt á tæki þessu í
hendi sér. Hann beindi runu af
daufum „lasergeislum" beint að hin-
um rifnu jöðrum nethimnunnar og
„færði sig til“ með fram jaðrinum.
Þannig myndaði hann örlítil ör, sem
„logsuðu11 rifnu nethimnuna aftur á
sinn stað. Aðgerðinni var alveg lok-
ið á 20 mínútum.
í „laserrannsóknastofum“ Barna-
sjúkrahúss Cincinnati og við Cin-
cinnatiháskóla er dr. Leon Goldman
að gera tilraunir með „lasertæki“
til lækninga á húðlýtum og vissum
tegundum æxla. Hann brennir þetta
í burt með geislum frá tækinu. Eng-
inn heldur því fram, og sízt dr. Gold-
man, að „lasertækið“ sé eins kon-
ar almáttugur bjargvættur í bar-
áttunni við krabbameinið. En þó
er það staðreynd, að vissar tegund-
ir krabbameins, svartar skellur,
sem kallaðar eru „melanoma“ hafa
breytt um lit við „lasergeislun“, og
hefur húðin, sem„lasergeislunum“
var beint að, fengið á sig heilbrigð-
an hvítan lit í stað hins svarta.
Hvernig kennd vekur það hjá
sjúklingnum, þegar „lasergeisli"
lendir á húðinni? „Það er líkt og það
falli brennandi vax á hörundið",
sagði einn af sjúklingum dr. Gold-
mans við mig. Óþægindin standa
aðeins í augnablik og það er eng-
inn verkur á eftir.
ÞRÁÐBEINT EINS OG
„LASERGEISLI'1.
Hinir geysilegu kostir „lasertækis-
ins“ eru fólgnir í geisluninni, sem
er næstum algerlega samhliða, þ.e.
geislarnir eru sem sagt samhliða.
Þegar geislanum er beint öfugt í
gegnum sjónauka, þá er aðeins um
að ræða örlítið frávik frá beinni
stefnu, sem nemur þriðjungi úr
þumlungi á heillar mílu vegalengd.
Þess vegna dofnar kraftur geislans
mjög hægt. Fyrir 5 árum beindi
„rúbínlasertæki" runu af geislum til
tunglsins, sem er 250.000 mílur í
burtu. Geislarnir lýstu upp stað,
sem var um 20 mílur á breidd. Væri
hægt að búa til nægilega sterkan
ljóskastara af venjulegri gerð til
þess að draga alla leið til tunglsins,
mundi ljós hans dreifast um geysi-
legt svæði, þ.e. svæði, sem væri
nokkrum sinnum stærra í þvermál
en þvermál tunglsins, sem er 2160
mílur. Þessi stórfurðulega hnitmið-
un „lasergeislans" ásamt geysilega
sterkri birtu hans veitir tækinu
ómetanlega kosti, sem koma sér vel
við fjölmörg störf.
f New Mexioofylkinu hefur yfir-