Úrval - 01.05.1967, Page 34
32
URVAL
stjórn flughersins (Air Force
Systems Command) tekið í notkun
„lasertæki", sem notað er til þess
að „leita að“ flugskeytum og gervi-
hnöttum. Því er eins farið með þetta
tæki og örbylgjuratsjána. Tíminn,
sem það tekur hvert ljósmerki að ná
marki sínu og kastast til baka aftur,
sýnir fjarlægð marksins. Ratsjáin
getur ákvarðað fjarlægð óþekkts
hlutar, sem er í 500 mílna fjarlægð,
svo nákvæmlega, að skekkjan get-
ur ekki numið meira en um 100
fetum. „Lasertækið" minnkar þessa
skekkju niður í 25 fet. Þetta tæki
þarf líka miklu minna loftnet, og
það mundi reynast erfitt fyrir óvin
að hafa uppi á því eða trufla starf-
semi þess.
„Lasertækið" mun ef til vill koma
að allramestum notum, hvað fjar-
skipti snertir. Einn „lasergeisli“, sem
titrar billjón sinnum hraðar en
venjulegar útvarpsbylgjur, gæti
flutt allar útvarps-, sjónvarps- og
talsímasendingar heimsins í einu.
Einn „lasergeisli" gæti t.d. sent alla
texta alfræðiorðabókarinnar Ency-
clopaedia Britannica á broti úr sek-
úndu.
Kafbátaáhafnir eru nú að prófa
kraft hins blágræna ljóss frá „arg-
onlasertækjum", sem gæti borizt í
gegnum allt að 2000 fet af sjó og
lýst niður á botn hafanna. Verið er
að gera tilraunir með önnur „laser-
tæki“ til þess að senda hröð og ör-
ugg skilaboð frá stöðum langt úti
í geimi til jarðarinnar. Einnig er
verið að gera tilraunir til þess að
nota þau sem geysilega nákvæm
„gyroscope" (sjálfvirk stýristæki)
til þess að finna örlitlar breytingar
á hreyfingum skips, flugvélar eða
flugskeytis. Einnig er verið að reyna
þau sem jarðskjálftamæla til þess
að segja til um jarðhræringar,
einnig til þess að spá fyrir um vænt-
anlega jarðskjálfta í San Andreas-
jarðsprungunni í Kaliforníu.
Það kynni að hljóma hlægilega
að fara að tala um „laservélritunar-
strokleður". En dr. Schawlow er
samt að sækja um einkaleyfi á slíku
tæki. Það beinir frá sér örmjóum
geisla, sem brennur í raun og veru
burt svertuna í stöfunum, sem
þurrka skal út, án þess að svíða
pappírinn. Astæðan er sú, að svert-
an drekkur í sig hita, en hvítur
pappírinn varpar frá sér hita. Það
er langt stökk frá tækjum til þess
að koma skilaboðum milli jarðar og
hluta og staða úti í geimnum til lítils
vélritunarstrokleðurs (útþurrkun-
artækis). En reynist unnt að búa til
slíkt tæki til geysilegra þæginda
fyrir vélritara, þá mun „lasertækið"
eiga þar hlut að máli með sínum
óendanlegu töfrum.
Eyöslusemi.
Hún er fólgin í hverju því, sem eiginmaðurinn kaupir, en konan
getur alls engin not haft af.