Úrval - 01.05.1967, Síða 38
36
ÚRVAL
magn af eggj ahvítuefnum og sett
er saman úr jurtum eingöngu, ásamt
torúlu. Þetta er sett saman á ýmsa
vegu, haft í það hveiti, bómullar-
fræ, sesam o. fl., en alltaf haft ger
með. Það er soðið með sykri í vatni
og drukkið heitt.
Jafnvel þær þjóðir, sem bezt eru
á vegi staddar með matvæli, hafa
ekki of mikið af eggjahvítuefnum
og vitamínum. Pappírsmyllur í
Wiscounsin, Charmin og Rhine-
lander, nota nú úrganginn og fram-
leiða úr honum 8000 tonn af torúlu
á ári. Gerið er sett í ýmsa rétti,
þurrkaðar kartöflur, barnamat, kex,
súpur, grænmeti, kássur, osta og
hundamat.
Torúla gerir jórturdýrum auð-
veldara fyrir um að melta trénið í
grasinu, sem þau lifa á. Minnkar
fá miklu fallegri skinn. Silungur,
sem alinn er á torúlu, vex fljótar
en annars og verður hraustari og
styrkari. Ef býflugum er gefið ger,
taka þær það fyrir hunang úr blóm-
um, og breyta því í hunang.
Við vorum að aka í gegnum París á brúðkaupsferðalagi okkar. Ég
kom ekki auga á uppréttan handlegg umferðarlögregluþjónsins, og því
nuddaðist billinn minn svolítið utan í grænmetisflutningabíl.
Lögregluþjónninn kom arkandi til okkar þungur á brúnina, en þegar
hann kom að bílnum, gægðist hann inn og virti fyrir sér splunkunýjar
töskurnar og laglegu stúlkuna við hliðina á mér. Og samstundis mat
hann allar aðstæður alveg rétt.
Hann tók um hönd konu minnar og kyssti hana alvarlegur á svip.
Og siðan sagði hann af dæmigerðri franskri riddaramennsku: „Hefði
Monsieur gefið nægan gaum að akstri sínum, mon Dieu, það hefði sko
verið ófyrirgefanlegt!“
G.W. Austin.
Ungur skoti, Sandy að nafni, hafði skroppið til Lundúna í sumar-
leyfi sínu. Þegar hann kom aftur norður til Skotlands, spurði einn vinur
hans að því, hvernig ferðin hefði gengið.
„Nú, það var svo sem allt i lagi“, sagði hann, „en það er skrýtið fólk
þarna suður frá.“
„Nú, hvernig þá?“
„Nú, eina nóttina, það var orðið skrambi áliðið, líklega um tvöleytið,
kom einhver maður arkandi og barði á dyrnar hjá mér eins og snar-
vitlaus væri. Hann hrópaði og æpti, hugsaðu þér bara, klukkan tvö um
nótt, og ég varð bara skrambi vondur."
„Og hvað gerðirðu ?“
„Ég gerði bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hélt bara áfram að
leika á sekkjapípurnar mínar alveg rólegur.“
John Haven.