Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 39
„Ég finn hugsvölun í fíhagavadgita', skrifaði Mahatma Gandhi,
„sem ég finn jafnvel ekki í Fjallrœðunni. Þegar vonbrigðin yfir-
þyrma mig, og mér finnst ég einn og eygi hvergi Ijósglætu, þá
hverf ég aftur til fíliagavadgita og les eitt vers þarna, annað á öðrum
stað, og ég fer aftur að brosa mitt í hinum yfirþyrmandi harmleik
Bhagavadgita
■ i Um tvö þúsund ára
i skeið hefur Bhagavad-
gita verið hin helga
+ ritning Hindúa, þó að
* helgi þessara rita hafi
verið mismunandi á hinum ýmsu
tímum. Nafnið þýðir „Söngur drott-
ins“ og kverið er hluti af Maha-
bharata, sem er hið fyrra en
lengra söguljóð af þeim tveim, sem
kunn eru á okkar tímum frá hinu
forna Indlandi. En Bhagavadgita er
aðeins lítill hluti af þessu mikla
söguljóði, því að Mahabharata er
lengsta söguljóð veraldar, næstum
sjö sinnum lengra en Illionskviða
Hómers og Odysseifskviða saman
lagðar, en Gita, eins og Bhagavad-
gita er oft kallað tii styttingar, er
ekki nema eins og Jóhannesar guð-
spjall í Nýja testamentinu.
Því er líkt farið um Gita og aðr-
ar bókmenntir hins forna Indlands,
að höfundur er óþekktur, en hefur
alveg vafalaust verið Brahmi, en
svo hét sú stétt sem bjó yfir mennt-
un og trúarlegu innsæi.
Það er stundum verið að eigna
þetta verk manni að nafni Vyasa,
en sá maður, ef hann hefur á ann-
að borð lifað, hefur þá verið safnari
þessa mikla verks. Það er það sama
að segja um tímasetningu þessa
rits eins og höfundinn, að þar er
allt á huldu. Framundir okkar daga
hefur það almennt verið haldið, að
kverið Gita hafi orðið til á eftir
ritningu kristinna manna, og sum-
ir þóttust finna á nokkrum stöðum
greinilega líkingu með þessum
tveim ritum, þar sem kristinna
áhrifa og fræða kenndi glöggt í
Bhagavadgita. Nú eru aftur á móti
flestir lærdómsmenn þeirrar skoð-
100 Great Books
37