Úrval - 01.05.1967, Síða 41
BHAGAVADGITA
39
um rétti til konungstignar af hin-
um illa Duryodhana og leiknir svo
hart, að þeir áttu einskis úi'kosta
nema grípa til vopna gegn frænd-
um sínum. Þegar hér er komið
sögu er komið að lokum fimmta
kafla eða parvan, svo notað sé heiti
söguljóðskaflans. í sjötta kafla kom-
umst við svo í kynni við Bhagavad-
gita.
Það hefur verið lýst yfir styrj-
öld og hinir tveir herir Kuruprins-
anna og Pandavas hafa raðað sér
upp til orustu. Orrustuvöllurinn
skyldi verða hin mikla slétta Kur-
ukshetra í nánd við borgina Delhi,
sem nú er. Prins Arjuna hefur setzt
upp í hervagn sinn og Krishna
stendur hjá honum. Manni skilst að
Krishna hafi neitað að beita vopn-
um í þessari orustu þar sem hann
sé skyldur báðum aðilum, en hafi
fallizt á að þjóna Arjuna sem her-
vagnsstjóri hans og gefa honum
ráð.
Og nú eru allir tilbúnir til orrust-
unnar. Trumburnar eru barðar,
stríðsöskrin hljóma úr þúsundum
mannsbarka og það glampar á vopn-
in í sólskininu. Allir horfa til Arj-
una, en á honum hvílir sú ábyrgð að
hefja orustuna, þar sem hann er
herforingi þeirra Pandavamann-
anna. Þá er það á þessari úrslita-
stundu, að hann hikar ....
Þegar hann er að því kominn að
gefa skipun um að hefja árásina
er hann skyndilega gripinn sam-
vizkubiti. Hann hugsar með sjálf-
um sér, að á örskammri stundu muni
margir af hinum hraustu mönnum,
sem með honum berjast og eins af
hinum, sem á móti honum eru, velt-
ast um dauðasærðir í moldrykinu,
það yrði vegna hans, svo að hann
megi komast í tignarsætið.
Þessi hugsun veldur honum snögg-
um sinnaskiptum, og hann snýr sér
skyndilega að frænda sínum, sem
stendur hjá honum í hervagninum
og hann hefur til þessa enga ástæðu
haft til að ætla, að væri ekki sá
frændi, sem hann hafði þekkt alla
sína ævi. Hánn biður hann nú að
segja sér, hvað gera skuli.
Það eru til margar þýðingar af
Bhagavadgita, en sú þeirra sem bezt
er þekkt og hefur þegar fylgt meira
en einni kynslóð Vesturlandabúa,
er enska þýðing hins velmetna .Aust-
urlandafræðings og bókmennta-
manns Sir Edwin Arnold á enska
tungu, en sú þýðing var gefin út
1885 og það er úr henni, sem eft-
irfarandi tilvitnun er tekin.
Arjuna:
Krishna! Mér skilst að ættmenn
okkar
hafi safnazt hér saman
t.il að úthella blóði sínu.
Lámir mínir verða óstyrkir,
tunga mín skorpnar í munni mér,
skjálfti fer um líkama minn,
hárið rís á höfði mér af hryllingi,
úr óstyrkri hendi minni
fellur Gandiv, hinn guðlegi bogi,
hitasótt brennir húð mína,
svo að hún sviðnar,
það er varla að ég geti staðið,
Hfið í brjósti mér dofnar
og býst til að hverfa á brott,
ég sé ekkert framundan
nema ógæfu og hörmungar!
Það er ekki gott. Ó, Krishna,
ekkert gott getur hlotizt