Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 44
42
ÚRVAL
hlustaðu á inntak skoðaria minna.
Gefðu mér hjarta þitt,
dáðu mig, þjónaðu mér,
styðstu við mig í trúnaði,
ást og lotningu.
Þannig skaltu koma til mín.
Ég segi þér satt
af því þú ert mér kær.
Flý þú til mín, aðeins til mín,
ég á að vera þitt eina athvarf,
og ég mun frelsa sálu þína
af öllum syndum.
Vertu hughraustur.
Og loks taka hinar trúarlegu sam-
ræður, í þessu mikla trúar- og sögu-
ljóði, enda, og herirnir tveir eru
frjálsir að því að hefjast handa við
að slátra og vera slátrað.
Pandavabræðurnir sigra að síð-
ustu og söguljóðið endar á því að
þeir hafna konungdómi sínum sem
þeir hafa unnið og vinna sér þegn-
rétt á himnum. En allt er þetta til-
tölulega óverulegt, hið raunveru-
lega gildi þessara miklu söguljóða
eru fólgin fyrst og fremst í þessu
litla kveri, Bhagavadgita, sem leyn-
ist í hinu mikla magni goðsagna
og furðusagna.
Hinir tveir megin þættir kenninga
Bhagavadgita stéttarskyldan um-
fram allar aðrar skyldur og ástin á
guði holdi gæddum, hefur hvort-
tveggja orðið andlegur arfur Hindúa.
„Ég finn hugsvölun í Bhagavad-
gita,“ skrifaði Mahatma Gandhi,
„sem ég finn jafnvel ekki í Fjall-
ræðunni. Þegar vonbrigðin yfir-
þyrma mig, og mér finnst ég einn
og eygi hvergi ljósglætu, þá hverf
ég aftur til Bhagavadgita og ég les
eitt vers þarna, annað á öðrum
stað, og ég fer aftur að brosa mitt
í hinum yfirþyrmandi harmleik."
Það var í fyrstu veizlunni, sem Helena litla fór í. Þegar veitingarnar
voru bornar fram, afþakkaði hún viðbót af rjómaís mjög kurteislega og
sagði: „Nei, takk fyrir“, en þó mátti sjá það á svip hennar, að hún
slægi ekki hendinni á móti svolítilli viðbót.
„Fáðu þér svoiitla viðbót elskan", sagði húsfreyja við Helenu litlu.
„Mamma sagði, að ég yrði að segja: Nei, takk fyrir“, svaraði sú litla,
en ég hugsa bara, að hún hafi ekki vitað, að diskarnir yrðu svona
litlir."
„Það bioa tvær stúlkur hérna frammi," sagði aðstoðarmaðurinn við
kvikmyndaframleiðandann í Hollywood, er var einmitt að leita sér að
einkaritara. „Önnur er með gott prófskýrteini frá verzlunarskóla. Hin
er í þröngum, flegnurn, rauðum kjól.“
Mike Connolly.