Úrval - 01.05.1967, Side 58

Úrval - 01.05.1967, Side 58
56 af bókinni og skyldu þeir rita hana alla silfurstöfum á purpurarautt pergament. Skrifararnir bættu af eigin hvötum gullstöfum við í upp- hafi hvers guðspalls. Yfirráð Gota stóðu ekki nema í tæpa öld. Þegar þeir hörfuðu burt úr löndunum, sem þeir höfðu setzt í, féll saga þeirra brátt í gleymsku. Ein ástæðan til þess var sú, að gerð var skipuleg gangskör að því að tortíma gotneskum bókum, og öðru sem gotneskt var. Þær bækur, sem ekki voru brenndar, voru skafnar, svo ekki sást framar stafaskil. En Silfurbiblían slapp. Hvað gat því valdið? Það veit enginn. Enginn veit hvar hún var niður- komin í næstu 1000 ár, en samt leik- ur grunur á að hún hafi verið geymd í klaustri því á ítalíu, sem kallast Monte Cassino. Sagnfræðingar reisa þennan grun á tveimur atburðum, sem biblíunni eru tengdir. Annar er sá, að hún fannst og var dregin fram í dagsljós- ið á 16. öld, en þá vaknaði áhugi fræðimanna á germönskum málum og sögu þeirra. Hinn var trúboð sankti Hlóðgeirs (Ludger), — sem uppi var löngu fyrr — í hinum germanska hluta af ríki Karls mikla. Biblían fannst skammt frá Essen, í klaustri sem kallaðist Werden, og var það stofnað á sínum tíma af Sankti Hlóðgeiri. Karl mikli lét hann fara að kristna Saxa á ofanverðri 8. öld. Sankti Hlóðgeir kom frá klaustrinu Monte Cassino, og vitað er að hann hafði með sér bækur norður þangað. Gizkað er á að ein þeirra bóka kunni að hafa verið Silfurbiblían, vegna þess hve skylt ÚRVAL málið á henni var því máli, sem þarna var talað. Frá því árið 1500 er allt kunnugt um feril bókarinnar, þó að hún hafi síðan gengið milli margra. Fyrsti eigandi hennar, sem kunnugt er um, var Rudolf II. mikill menntavinur og bóka. Þegar hann spurði fund bókarinnar í Werden, linti hann ekki fyrr en hann hafði náð í hana, og síðan var hún geymd í kastala hans í Prag. Þá komu Svíar aftur við sögu. Þeir gerðu áhlaup á Prag á síðasta ári 30 ára stríðsins, og eitt af því sem þeir tóku herfangi var Silfur- biblían. Svíar höfðu hana heim með sér til Svíþjóðar, og var hún sett í bóka- safn hinnar hámenntuðu en gjald- þrota drotningar Svía, Kristínar. En þega hún sagði af sér konung- dómi og settist að í Róm 1654, fengu lánardrottnar hennar skuldir greiddar í fríðu. Bókavörður henn- ar, Isac Vossius, tók biblíuna upp í ógoldin laun sín, en hann var Hol- lendingur, og hafði hann bókina með sér heim til Hollands, en ekki vissi hann neitt hvers virði hún var, fyrr en föðurbróðir hans, sem var lærður í germönskum málum, sá hana hjá honum. Fregnin um fundinn barst út eins og eldur í sinu, og kaupend- ur streymdu að og buðu hátt. Sá sem hæst bauð var Magnus de la Gardie, ríkisráð, greifi og mikill menntavinur. Nú var biblían flutt á skip, sem sigla átti til Svíþjóðar og búið um sem vandlegast. En ekki var skipið fyrr látið úr höfn en ofviðri brast á, og fórst skipið, en bókin komst af -— eitt af hinu fáa af farmi skipsins,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.