Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 58
56
af bókinni og skyldu þeir rita hana
alla silfurstöfum á purpurarautt
pergament. Skrifararnir bættu af
eigin hvötum gullstöfum við í upp-
hafi hvers guðspalls.
Yfirráð Gota stóðu ekki nema í
tæpa öld. Þegar þeir hörfuðu burt
úr löndunum, sem þeir höfðu setzt
í, féll saga þeirra brátt í gleymsku.
Ein ástæðan til þess var sú, að
gerð var skipuleg gangskör að því að
tortíma gotneskum bókum, og öðru
sem gotneskt var. Þær bækur, sem
ekki voru brenndar, voru skafnar,
svo ekki sást framar stafaskil. En
Silfurbiblían slapp. Hvað gat því
valdið? Það veit enginn.
Enginn veit hvar hún var niður-
komin í næstu 1000 ár, en samt leik-
ur grunur á að hún hafi verið
geymd í klaustri því á ítalíu, sem
kallast Monte Cassino.
Sagnfræðingar reisa þennan grun
á tveimur atburðum, sem biblíunni
eru tengdir. Annar er sá, að hún
fannst og var dregin fram í dagsljós-
ið á 16. öld, en þá vaknaði áhugi
fræðimanna á germönskum málum
og sögu þeirra. Hinn var trúboð
sankti Hlóðgeirs (Ludger), — sem
uppi var löngu fyrr — í hinum
germanska hluta af ríki Karls mikla.
Biblían fannst skammt frá Essen,
í klaustri sem kallaðist Werden, og
var það stofnað á sínum tíma af
Sankti Hlóðgeiri. Karl mikli lét hann
fara að kristna Saxa á ofanverðri
8. öld. Sankti Hlóðgeir kom frá
klaustrinu Monte Cassino, og vitað
er að hann hafði með sér bækur
norður þangað. Gizkað er á að ein
þeirra bóka kunni að hafa verið
Silfurbiblían, vegna þess hve skylt
ÚRVAL
málið á henni var því máli, sem
þarna var talað.
Frá því árið 1500 er allt kunnugt
um feril bókarinnar, þó að hún hafi
síðan gengið milli margra. Fyrsti
eigandi hennar, sem kunnugt er um,
var Rudolf II. mikill menntavinur
og bóka. Þegar hann spurði fund
bókarinnar í Werden, linti hann ekki
fyrr en hann hafði náð í hana, og
síðan var hún geymd í kastala hans
í Prag. Þá komu Svíar aftur við sögu.
Þeir gerðu áhlaup á Prag á síðasta
ári 30 ára stríðsins, og eitt af því
sem þeir tóku herfangi var Silfur-
biblían.
Svíar höfðu hana heim með sér
til Svíþjóðar, og var hún sett í bóka-
safn hinnar hámenntuðu en gjald-
þrota drotningar Svía, Kristínar.
En þega hún sagði af sér konung-
dómi og settist að í Róm 1654, fengu
lánardrottnar hennar skuldir
greiddar í fríðu. Bókavörður henn-
ar, Isac Vossius, tók biblíuna upp í
ógoldin laun sín, en hann var Hol-
lendingur, og hafði hann bókina með
sér heim til Hollands, en ekki vissi
hann neitt hvers virði hún var, fyrr
en föðurbróðir hans, sem var lærður
í germönskum málum, sá hana hjá
honum. Fregnin um fundinn barst
út eins og eldur í sinu, og kaupend-
ur streymdu að og buðu hátt. Sá
sem hæst bauð var Magnus de la
Gardie, ríkisráð, greifi og mikill
menntavinur.
Nú var biblían flutt á skip, sem
sigla átti til Svíþjóðar og búið um
sem vandlegast. En ekki var skipið
fyrr látið úr höfn en ofviðri brast á,
og fórst skipið, en bókin komst af -—
eitt af hinu fáa af farmi skipsins,