Úrval - 01.05.1967, Síða 62
60
ÚRVAL
nú sífellt, sem taka þessari íþrótt
opnum örmum og fá tækifæri til
að njóta gleði þeirra og nautnar,
sem hún býður upp á, enda hefur
íþrótt þessi lengi verið vinsæl ann-
ars staðar í heiminum. í Þýzkalandi
eru meira en 900 svifflugfélög. Það
eru 12 svifflugvellir í nágrenni Par-
ísar, og við Lundúni eru þeir næst-
um eins margir. Við hér í Banda-
ríkjunum erum þó langt á eftir
Evrópu, en þó eru nú þegar 170 fé-
lög svifflugmanna á skrá hjá Svif-
flugfélagasambandi Bandaríkj anna
(Soaring Society of America). Eru
þau dreifð um gervallt landið. Verk-
smiðjan Schweizer Aircraft corp. í
Elmira í New York fylki, sem er
stærsti sviffluguframleiðandi í
Bandaríkjunum, hefur tilkynnt, að
sala hennar hafi aukizt um 50%
í fyrra. Aðrir framleiðendur hafa
skýrt frá svipaðri aukningu. Og þar
að auki eru margar svifflugur flutt-
ar inn frá Evrópu.
Fyrirtaks svifflugsskilyrði hvetja
líka bandaríska flugmenn til þess að
hefja sig til flugs í svifflugum. Þeir
fá í rauninni heimboð í himininn.
í landi okkar er mikið um fjöll og
sléttur og dýrðlegt sambland suð-
rænna loftstrauma og kaldra vinda
úr norðri, sem mynda loftupp-
streymi í sameiningu.
Nálægt Snæfjöllum (Sierra) í
Vesturríkjunum streyma sterkir
vindar yfir hin háu fjöll og mynda
loftstrauma, sem eru alveg tilvaldir
fyrir háflug. Þar setti Paul Bikle
nýtt heimsmet í hæðarflugi, eða
46.267 fet. f Miðvesturríkjunum er
víða um að ræða góð skilyrði til
lengdarflugs. Þar setti A1 Parker
heimsmet í lengdarflugi án milli-
lendingar og var það 647 mílur. f
Austurríkjunum er bæði um að ræða
öflugt loftuppstreymi og loftupp-
streymi upp í fjöllunum. Skilyrðin
eru sem sagt góð víðast hvar.
Svifflug hefur sína töfra bæði fyr-
ir unga sem gamla. Margir áhang-
endur þessarar íþróttar hafa ekki
haft neina fyrri reynslu sem flug-
menn á vélflugum. Sumir þeirra eru
kaupsýslumenn í leit að fegurðinni,
menn, sem þrá það heitt að rísa
hátt upp yfir hið daglega brauð-
strit. Þarna er líka um eiginkonur
að ræða, sem vilja eiga aðild að
þeirri dásamlegu kennd, sem þær
heyra eiginmenn sína ræða um svo
innfjálgri röddu. Sumir svifflug-
mennirnir eru flugmenn á hrað-
fleygum þotum, sem þrá hina heitu
gleði, sem þeir öðlast við að fljúga
án drynjandi hávaða frá hreyflun-
um. Sumir hefja svifflug eftir að
hafa reynt við aðrar íþróttagreinar.
George Moffat, jr., kennari frá
Elizabeth í New Jerseyfylki, sem var
áður ákafur unnandi siglingaí-
þróttarinnar, á nú hraðaheimsmet í
svifflugi á fyrirfram ákveðinni 100
kílómetra vegalengd.
PRELSI TIL HUGLEIÐINGAR.
Það er auðvelt að öðlast lögleg
réttindi til þess að fljúga svifflugu,
hvort sem maður er 14 ára táningur
eða sjötugur. Fyrst þarf að fá
kennslu í tveggja sæta svifflugu.
Venjulega nægja 4-5 kennslustundir
á lofti. Síðan flýgur nemandinn
einn (soloflug). Vilji hann fá frek-
ari réttindi, sem leyfa honum að
fljúga með kunningja sína með sér,