Úrval - 01.05.1967, Side 65
ÞEIR SVÍFA SEM FUGLAR HIMINSINS
63
að svifflugan væri að byrja að
hækka flugið. Þá beygir flugmaður-
inn snögglega og snýr við og reynir
að svifa ekki út fyrir ,,loftsúluna“,
heldur að hækka sig með henni.
Það er komið undir ýmsum þátt-
um, hversu hátt sviffluga getur
komizt í slíku loftuppstreymi, t. d.
hvers konar loft hefur valdið þessu
uppstreymi og hvaðan það kemur.
Kalt loft, sem á upptök sin í .Kan-
ada og streymir svo að lokum yfir
hinar heitu sléttur Miðvesturríkj-
anna, myndar mikið loftuppstreymi,
sem getur náð upp í allt að 15.000
feta hæð. í Austurríkjunum, þar
sem svalara er, mun uppstreymið
aðeins ná hálfri þessari hæð. Því
hærra sem loftuppstreymið verður,
þeim mun breiðari verður efsti hluti
„loftsúlunnar." Nálægt jörðu er hún
kannske nokkur hundruð fet í þver-
mál, og þá á flugmaðurinn erfitt
með að halda sig í uppstreyminu,
því að hann hefur svo lítið svigrúm.
En hærra uppi er það auðvelt, því
að öflugt loftuppstreymi getur orðið
allt að 2000 fet í þvermál í mikilli
hæð.
SAMEIGINLEG ÁNÆGJA.
Enginn hefur nokkru sinni komið
auga á loftuppstreymi, og það er
rætt alveg endalaust um eðli og
umfang þess á meðal þeirra, sem
leggja stund á svifflugíþróttina.
Þetta er einn þáttur þeirrar dulúð-
ar, serh tengir svifflugmenn sterkum
böndum, jafnvel þegar þeir eru á
jörðu niðri. Þótt svifflugmaðurinn
svífi oftast einn, þá er hann í stöð-
ugum félagsskap „trúarbræðra“
sinna og er alltaf að bera saman
bækurnar við þá, skiptast á skoð-
unum, læra nýjar brellur og tala um
það, sem á dagana drífur í loftinu,
nýja reynslu, sem hann hefur öðlazt.
Svifflugfélögum fer nú sífjölg-
andi. Ein af ástæðunum er þessi
nána samfélagskennd, sem meðlim-
ir félaganna finna gagntaka sig
vegna sameiginlegrar ánægju, er
íþróttin veitir mönnum. Það er
miklu ódýrara að stunda íþróttina
sem meðlimur svifflugfélags. Félag-
arnir hjálpa til og vinna alla þá
vinnu, sem vinna þarf, allt frá því
að mála flugskýlið til þess að fljúga
togvélinni. Þar er ekki um að ræða
neina starfsmenn á launum. Félagar
mínir í svifflugfélaginu mínu eru
t. d. verkfræðingar, lögfræðingar,
starfsmenn vátryggingafélaga,
menn, sem fást við húsabyggingar,
rafvii'kjar, prestar, gagnfræðaskóla-
og menntaskólanemar. Sé maður
meðlimur í svifflugfélagi, kostar
það mann um 5 dollara á klukku-
stund að svífa, jafnvel þótt toggjald-
ið sé reiknað með, sem er 2 dollarar.
í þessu gjaldi er einnig innifalinn
allur annar kostnaður, svo sem af-
skriftir, viðhald flugskýla, notkun
jarðýtu og annarra tækja til þess að
halda vellinum sléttum, o. fl. o.fl.
Viljurðu eiga þína eigin svifflugu,
geturðu auðveldlega eytt heilli fjár-
íulgu í nýja svifflugu, allt frá 3800
til 10.000 dollara. En svifflugfélögin
koma sér einnig skrambi vel, hvað
snertir öflun flugvélakosts. Nokkrir
meðlimir geta keypt ósamansetta
svifflugu á 2575 dollara og sett hana
saman að vetri til. Schweizer Air-
craft Corp. hefur þegar selt 175
slík sett. Allt það erfiðasta og