Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 75

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 75
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF NÝJA ... 73 stungur við hvert bílastæði, sem má svo stinga bílnum í samband og hlaða rafhlöðurnar að nýju. Það mun líka verða þörf fyrir betri og léttari bílvélar en þær, sem nú eru í notkun. Fordverksmiðj - urnar hafa þegar framleitt eina slíka vél, sem virðist muni geta orð- ið hagkvæm. Það er 20 hestafla vél, sem vegur aðeins 18 pund (20 am.) þ. e. um fjórðung þess, sem vélar þær vega, sem nú eru notaðar í raf- knúnum vörubílum. Það er augsýnilegt, að þessi nýja bíltegund verður ekki neinn venju- legur bíll, þar sem rafhlöður og rafvél koma í stað benzínvélar. Það verður þörf fyrir algera byltingu í gerð bíla og bílvéla. Það getur t.d. verið, að rafhlöðurnar verði þunnar og flatar og verði staðsettar undir gólfi bifreiðarinnar. Þannig mundi þyngdarpunkturinn lækka og bíllinn verða stöðugri á vegúm og öruggari í akstri. Hugmyndir manna um væntan- legt útlit rafknúða bílsins eru mjög á reiki og byggjast eingöngu á get- gátum. En þó er það hugsanlegt, að tveir rafknúðir bílar, sem Ford- verksmiðjurnar hafa byggt í útibúi sínu í Englandi, geti gefið einhverja vísbendingu um það, sem koma skal, en það á einmitt að prófa þá í akstri nú í vor. Þessir bílar eru um 6 fet á lengd og hafa nægilegt rými fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Fordverksmiðjurnar leggja á- herzlu á, að þarna sé ekki endilega um að ræða sýnishorn af væntan- legum rafmagnsbílum, heldur sé hér bara um að ræða tilraunabíla, sem smíðaðir hafa verið til þess að rann- saka og prófa hina rafknúnu vél þeirra og ganginn í þeim, þ. e. til þess að hjálpa vélfræðingunum til þess að sannreyna hvort það verði t. d. betra að hafa tvær vélar eða fjórar. Sodiumbrennisteinsrafhlöðurnar verða ekki tilbúnar fyrr en eftir tvö ár, og því eru notaðar venjulegar blýsýrurafhlöður í tilraunabíla þessa. Þeir eiga að geta komizt 40 mílna leið á einni rafhleðslu og náð mest 40 mílna hraða á klukkustund. Þegar nýju rafhlöðurnar koma svo til sögunnar, munu þeir komast a. m. k. fjórfalda þessa vegalengd á einni hleðslu og hámarkshraði þeirra mun aukast mjög mikið. Það verður splukuný reynsla fyr- ir ökumenn að aka rafmagnsbíl framtíðarinnar. í mælaborðinu munu aðeins verða þrír mælar, hraðamælir, voltmælir og amper- mælir (straummælir). Voltmælirinn mun verða eldneytismælir. Hann mun segja til um rafhlöðuspennu og hve mikil hleðsla er eftir. Amper- mælirinn gefur til kynna, með hve miklum hraða orkan eyðist. Mikil orka eyðist, þegar hraðinn er auk- inn skjótlega eða ekið er lengi með miklum hraða. Ampermælirinn mun hjálpa ökumanninum til þess að komast lengra á hleðslunni með því að hjálpa honum til að forðast, að mikilli orku sé eytt að óþörfu, t. d. á ofangreindan hátt. Þegar ökumaður framtíðarinnar ekur inn í bílskúrinn sinn á kvöldin, mun hann opna lok ein- hvers staðar á bílnum, draga þar út rafmagnssnúru og stinga tengl- inum í rafmagnsinnstungu þá, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.