Úrval - 01.05.1967, Side 79

Úrval - 01.05.1967, Side 79
EXPO 67: Billjóndollaraafmælisveizla Kanada Eftir David MacDonald Heimssýningarsvœdið nœr yfir 1000 ekrur, sem er allmiklustœrra svœði en þær 6'fi ekrur, sem heimssýningin í New York, sem er nýlokið, náði yfir. Þetta er glœsilegur staður, skagi og tvær eyjar með mörgum lónum, allt að mestu leyti búið til af manna völdum. Margir urðu til þess að hrista hausinn, þegar Kanada hóf undirbún- ing að heimssýningu, sem halda skyldi í Montreal árið 1967. Og það var engin furða. Undirbúningur að flestum heimssýningum hefur tekið 7 ár, og hefur þá verið hafizt handa á meira eða minna tilbúnu landi. En þeir, sem skipuleggja skyldu kanadisku heimssýninguna, höfðu ekki heil fjögur ár til þess að ljúka undirbúningnum, og þar að auki skyldi halda heimssýninguna á stað, sem var að nokkru við bakka St. Lawrence-fljótsins, en að mestu leyti undir því. „Þið eruð kolbrjál- aðir!“ sagði einn verkfræðingurinn við þá, eftir að rafeindaheili hafði spáð svo fyrir um, að Expo 67 gæti alls ekki orðið tilbúin fyrr en á ár- inu 1969. En rafeindavéfréttin reiknaði ekki með einum geysilega mikils- verðum þætti, mannlegri ráðsnilli, EXPO ’67 77 því að Kanada hefur nú reyndar hleypt heimssýningu sinni af stokk- unum, stærstu og kannske beztu heimssýningu, sem haldin hefur verið, líkt og milljónir gesta munu sjá á tímabilinu frá 28. apríl til 27. október. Heimssýningarsvæðið nær yfir 1000 ekrur, sem er allmiklu stærra svæði en þær 646 ekrur, sem heims- sýningin í New York, sem er nýlok- ið, náði yfir. Þetta er glæsilegur staður, skagi og tvær eyjar með mörgum lónum, allt að mestu leyti búið til af manna völdum. Hinn frægi, brezki arkitekt, Sir Basil Spence, hefur kallað svæði þetta „Feneyjar nútímans í St. Lawrence- fljótinu." Til þess að koma þessu í kring, þurfti ekki annað en 40 millj- ónir dollara, nægilegt grjót og mold og möl eða svipað efnismagn og í pýramíðunum frægu í Egyptalandi og fimmtán mánaða sleitulaust starf. Eftir að hafa lokið þessu „ófram- kvæmanlega“ verki, hafa Kanada- menn þar að auki fengið 70 þjóðir til þess að taka þátt í þessu billjóna- fyrirtæki, sem einkennist af jafn lífmiklu ímyndunarafli og fram kemur í vali, skipulagningu og „sköpun“ staðarins. Eru þetta fleiri þjóðir en hafa tekið þátt í heimssýningu nokkru sinni fyrr. Maðurinn getur gert furðulega hluti, þegar hann reynir“, segir Pierre Dupuy, framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Og það er einmitt þetta, sem Expo fjallar um.“ Þetta er fyrsta meiri háttar sýn- ingin, sem hið 31 meðlima Álþjóða sýningarráð hefur viðurkennt á vesturhveli jarðar. En ráð þetta fékkst ekki til þess að veita heims- sýningunni í New York viðurkenn- ingu sína vegna alls konar kaup- mennsku, sem var þar rekin í ó- viðurkvæmilegum mæli. Expo 67 er æsandi frásögn um þróun og fram- farir „Mannsins og heims hans.“ í þessari furðuveröld sýningar- halla getur að líta geysimikla yfir- litssýningu á öllum afrekum Homo sapiens, hins vitiborna manns. Og þar gefst einnig tækifæri til þess að gægjast á æsandi hátt inn í fram- tíðina, sem bíður okkar. í umhverfi, sem einkennist af furðulegum and- stæðum allt frá bandarísku „geodes- isku“ kúlunni til örlitla thailenzka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.