Úrval - 01.05.1967, Síða 79
EXPO 67:
Billjóndollaraafmælisveizla
Kanada
Eftir David MacDonald
Heimssýningarsvœdið nœr yfir 1000 ekrur, sem er allmiklustœrra
svœði en þær 6'fi ekrur, sem heimssýningin í New York, sem er
nýlokið, náði yfir. Þetta er glœsilegur staður, skagi og tvær eyjar
með mörgum lónum, allt að mestu leyti búið til af manna völdum.
Margir urðu til þess að
hrista hausinn, þegar
Kanada hóf undirbún-
ing að heimssýningu,
sem halda skyldi í
Montreal árið 1967. Og það var
engin furða. Undirbúningur að
flestum heimssýningum hefur tekið
7 ár, og hefur þá verið hafizt handa
á meira eða minna tilbúnu landi.
En þeir, sem skipuleggja skyldu
kanadisku heimssýninguna, höfðu
ekki heil fjögur ár til þess að ljúka
undirbúningnum, og þar að auki
skyldi halda heimssýninguna á
stað, sem var að nokkru við bakka
St. Lawrence-fljótsins, en að mestu
leyti undir því. „Þið eruð kolbrjál-
aðir!“ sagði einn verkfræðingurinn
við þá, eftir að rafeindaheili hafði
spáð svo fyrir um, að Expo 67 gæti
alls ekki orðið tilbúin fyrr en á ár-
inu 1969.
En rafeindavéfréttin reiknaði
ekki með einum geysilega mikils-
verðum þætti, mannlegri ráðsnilli,
EXPO ’67
77
því að Kanada hefur nú reyndar
hleypt heimssýningu sinni af stokk-
unum, stærstu og kannske beztu
heimssýningu, sem haldin hefur
verið, líkt og milljónir gesta munu
sjá á tímabilinu frá 28. apríl til
27. október.
Heimssýningarsvæðið nær yfir
1000 ekrur, sem er allmiklu stærra
svæði en þær 646 ekrur, sem heims-
sýningin í New York, sem er nýlok-
ið, náði yfir. Þetta er glæsilegur
staður, skagi og tvær eyjar með
mörgum lónum, allt að mestu leyti
búið til af manna völdum. Hinn
frægi, brezki arkitekt, Sir Basil
Spence, hefur kallað svæði þetta
„Feneyjar nútímans í St. Lawrence-
fljótinu." Til þess að koma þessu í
kring, þurfti ekki annað en 40 millj-
ónir dollara, nægilegt grjót og mold
og möl eða svipað efnismagn og í
pýramíðunum frægu í Egyptalandi
og fimmtán mánaða sleitulaust starf.
Eftir að hafa lokið þessu „ófram-
kvæmanlega“ verki, hafa Kanada-
menn þar að auki fengið 70 þjóðir
til þess að taka þátt í þessu billjóna-
fyrirtæki, sem einkennist af jafn
lífmiklu ímyndunarafli og fram
kemur í vali, skipulagningu og
„sköpun“ staðarins. Eru þetta
fleiri þjóðir en hafa tekið þátt í
heimssýningu nokkru sinni fyrr.
Maðurinn getur gert furðulega
hluti, þegar hann reynir“, segir
Pierre Dupuy, framkvæmdastjóri
sýningarinnar. „Og það er einmitt
þetta, sem Expo fjallar um.“
Þetta er fyrsta meiri háttar sýn-
ingin, sem hið 31 meðlima Álþjóða
sýningarráð hefur viðurkennt á
vesturhveli jarðar. En ráð þetta
fékkst ekki til þess að veita heims-
sýningunni í New York viðurkenn-
ingu sína vegna alls konar kaup-
mennsku, sem var þar rekin í ó-
viðurkvæmilegum mæli. Expo 67 er
æsandi frásögn um þróun og fram-
farir „Mannsins og heims hans.“
í þessari furðuveröld sýningar-
halla getur að líta geysimikla yfir-
litssýningu á öllum afrekum Homo
sapiens, hins vitiborna manns. Og
þar gefst einnig tækifæri til þess að
gægjast á æsandi hátt inn í fram-
tíðina, sem bíður okkar. í umhverfi,
sem einkennist af furðulegum and-
stæðum allt frá bandarísku „geodes-
isku“ kúlunni til örlitla thailenzka