Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 85
EXPO ’6 7
83
taka hálfan þriðja dollar fyrir hálf-
an dag) á leikvöllum, þar sem fara
fram skipulagðir leikir undir gæzlu,
og leiðsögumenn, sem tala fjölmörg
tungumál. Þegar biðraðir myndast
við vinsælar sýningarhallir, munu
söngvarar og tónlistarmenn verða
sendir á vettvang til þess að stytta
mönnum stundir. Einum starfsmanni
varð svo að orði, er þetta bar á
góma: „Á Expo verður jafnvel
gaman að bíða.“
Húsnæðismiðlunarskrifstofan
„Logexpo“ mun taka frá herbergi
fyrir aðkomumenn á gistihúsum og
„motelum“ verði, sem ákveðið
hefur verið af yfirvöldunum. Að-
gangur að sýningunni kostar $2.50
fyrir fullorðna og $1.25 fyrir börn, og
hægt er að komast að mjög góðum
kjörum með því að kaupa miða,
sem gilda í 7 daga. En aðgangur
að öllum sýningarhöllunum og
flestum skemmtunum er ókeypis.
Veitingahús, sem flokkuð eru frá
ódýrustu ($1) til íburðamikilla ($5
og hærra), verða að setja upp verð-
lista utandyra. Þar að auki er stöð-
ugt eftirlit með gæðum og stærð
matarskammta, og geta veitingahús-
in búizt við slíkum eftirlitsmönnum
hvenær sem er.
Margt bendir til þess, að um
11.700.000 gestir, þar af 55% frá
Bandaríkjunum, muni koma í sam-
tals 35 milljón heimsóknir á sýning-
una. En þrátt fyrir þessar geysiháu
tölur er búizt við því, að Expo muni
tapa að minnsta kosti 85 milljónum
dollara... með bros á vör. Og tap
það munu Kanadamenn borga sem
hluta af kostnaðinum við 100 ára
afmælisveizluna. „Við byrjuðum
ekki á þessu í gróðaskyni“, segir
Durpuy, yfirframkvæmdastjóri sýn-
ingarinnar. „Það er þýðingarmeira
fyrir okkur að veita þarna fræðslu,
upplýsingar og góða skemmtun en
að selja vörur.“
I fótspor fööur síns.
Nemandi við Auglýsingakennsiustofnun New Yorkborgar útskýrði
eitt sinn fyrir skólastjóranum, hvers vegna hann hefði valið þessa starfs-
grein: „Mig dreymir um að græða milljón dollara á auglýsingum, alveg
eins og pabbi.“ Skólastjórinn spurði þá: „Hvenær græddi faðir yðar
milljón dollara á auglýsingum ?“ „Það gerði hann aldrei". svaraði nem-
andinn, „en hann dreymdi líka um það."
Leonard Lyons
Viðskiptavinur i „discoteki": „Ég dansa alveg æðislega „flottan"
vvatusi, og samt hef ég aldrei farið í danstíma. Sko, ég bind bara
skóreimarnar mínar saman og reyni svo að dansa fox-trot.“
Hollywoodleikari segir við nýjasta taugalækninn sinn: „Ég get bara
ekki að því gert, læknir. en mér finnst vanmáttarkenndin mín vera
meiri og betri en nokkurra annarra."