Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 89

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 89
IIIN EINMANALEGU 87 gripahjörð. En þetta er þó staðreynd. Kannske verður höggormur á vegi einhverrar rollunnar og hún æðir af stað gripin hræðslu. Og á næsta augnabliki hefur hópurinn tekið á sprett og æðir í allar áttir.“ Nú nálgaðist bifreið. I henni var eigandi fjárræktarstöðvarinnar, er átti landið, sem smalinn hafði feng- ið leyfi til þess að reka hjörðina um og á. Þetta var alúðlegasti náungi. „Þetta eru beztu strákar, þessir smalar“, sagði hann, þegar ég sett- ist í sætið við hlið honum. „En þó er misjafn sauður í mörgu fé. Ein- staka maður er hreinasti þorpari. Samkvæmt lögum mega þeir ekki halda kyrru fyrir á landareign annarra, heldur verða þeir þá að reka hjörðina 6 mílur á dag. En sé beitin góð, reyna slíkir náungar að fara sem hægast og gera jafnvel til- raun til þess að dvelja þar vikun- um saman og eyðileggja þannig alla beitina, sem maður hefur þörf fyrir handa eigin kindum. Og þess háttar náungar eru jafnvel líklegir til þess að stela hverri skjátu frá manni og reka hana burt með hjörð sinni, sé maður ekki á varðbergi gagnvart þeim.“ SKAPMIKLIR SÉRFRÆÐINGAR. Við ókum hratt mílu eftir mílu um þetta sólsviðna, brennheita land, og við augum blasti auðnin ein. Nálægt girðingunni, sem um- lukti endimörk fjárræktarstöðvar- innar, komum við að stórri bygg- ingu. Þetta var rúningsskýlið. Bygging þessi líktist einna helzt geysistórri hlöðu. Þar inni var unn- ið af geysimiklum krafti. Þar stóðu um 20 rúningsmenn í hinum furðu- legustu stellingum. Rétt hjá hverj- um þeirra var dilkur, fullur af fé, og stóðu þeir nálægt hliðinu. Hver þeirra hafði kind í fanginu. Þeir héldu henni fastri, þannig að hún stóð næstum upprétt á afturfótun- um með loðna snoppuna rétt við andlit rúningsmannsins. Hann hélt vinstri handleggnum um háls kind- arinnar, þrýsti hnjánum að síðu hennar og hélt henni þannig fastri. í hinni hendinni hélt hann á raf- magnsklippum, sem hann beitti með geysilegum hraða. Hreyfingar hans voru leiftursnöggar. A 3-4 mínútum var hann búinn að ná reyfinu af skepnunni og ýta henni niður rennu. Og á næsta augnabliki stóð hún í hópi nakinna stallsystra sinna þarna fyrir neðan. Svo opnaði rún- ingsmaðurinn hliðið að dilknum og greip þá næstu. Rúningsmennirnir unnu af geysi- legum ákafa og sögðu ekki orð. Kapp þeirra hafði áhrif á hina starfsmennina, sem unnu önnur störf en að rýja. Snúningsstrákarnir hlupu við fót, er þeir söfnuðu sam- an reyfunum og breiddu þau á snyrtingarborðin. Þar stóðu menn, sem nefndir eru „uliarrúllarar", og tóku burt lélegri ullina, sem vex á kviðnum, og jaðrana af reyfinu, þar sem hárin eru styttri. Hin tilsnyrtu reyfi voru síðan sett á borð ullar- matsmannsins, sem skoðaði svo leift- urhratt hin fitugu reyfi, athugaði háralengd og gerð og kast- aði síðan reyfinu í hina réttu kassa. Hann hafði einn aðstoðarmann. Kindurnar, sem biðu í dilkunum, jörmuðu dapurlega. Þær voru óró- legar líkt og sjúklingar á sjúkra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.