Úrval - 01.05.1967, Page 91

Úrval - 01.05.1967, Page 91
HIN EINMANALEGU . . 89 Bóndinn, sem hét Alec, ók næst með mig til Tallyalea, fjárræktar- stöðvar, sem er jafnvel enn stærri en hans eigin stöð. Hún hefur jafn- vel sína eigin rafstöð, vélaverk- stæði og flugbraut. Bóndinn bauð okkur innilega velkomna. Heimili hans var unaðsfagurt, og var það furðulegt fyrirbrigði þarna úti í auðninni. Húsfreyja veitti okkur af mikilli rausn. Við snæddum þarna kvöldverð með þeim hjónunum, tveim börnum og barnfóstru þeirra og svo fjórum „jackaroo", en svo nefnast þeir ungu menn, sem eru að læra að verða bústjórar á fjár- ræktarstöð. Næsta morgun ók ég með einum hinna ungu manna til Hungerford til þess að sækja póstinn. Bær þessi er í næsta fylki, Queensland, rétt hinum megin við fylkjamörkin. A fylkjamörkunum var risava^in girð- ing, líklega 9-10 fet á hæð. Hún var úr sterku og mjög þéttu vírneti, eins konar skuggalegur Berlínarmúr þvert yfir landið eins langt og aug- að eygði. „Þetta er villihundagirðingin", sagði ungi maðurinn. „Það er mikið um villihunda í vesturhluta Queens- lands. Girðingin hefur verið reist til þess að halda þeim frá miðhluta Queenslands og allri Suðaust- ur-Ástralíu. Hún er 6000 mílur á lengd og nær allt frá suðaustúrhluta Queenslands til miðrar suðurstrand- arinnar.“ Við fórum inn á krá til þess að fá okkur glas, þegar við komum til Hungerford, sem er ömurlegur smábær úti í miðri auðninni. „Dingoinn er sannkallaður djöf- ull“, sagði fjárræktarbóndi einn, sem við hittum við skenkiborðið. „Ein stöð hér í nágrenninu missti eitt árið 5000 kindur í kjaftinn á þeim.“ Nú kom þéttvaxinn maður inn í krána. Hann sá um eftirlit með fylkjagirðingunni á þessu svæði. Hann bauð mér að koma með í eftirlitsferð meðfram girðingunni. Ég steig upp í vörubílinn hans. Með okkur voru tveir vinnumenn, er unnu á búgarði, sem leiðin lá hjá. Við ókum af stað eftir mjóum stíg, sem lá meðfam girðingunni. Brátt var litli bærinn langt að baki. Nú vorum við komnir aftur út í auðn- ina. Sólin hellti niður brennheitum geislum sínum. Hún var sem log- suðutæki. Við ókum hverja míluna af annari meðfram þessari skugga- legu hindrun. Eftirlitsmaðurinn skoðaði girðinguna mjög vandlega í leit að bilunum, opum og glufum. „Dingoinn er slungnasta skepna jarðarinnar", sagði annar vinnumað- urinn. „Það er blátt áfram furðulegt að sjá þá komast yfir fljót, sem er fullt af krókódílum. að er alveg ó- gleymanlegt. Uppáhaldsmatur kókódílanna er einmitt dingokjöt. Fyrir norðan, þar sem allt er fullt af krókódílum, safnast dingoarnir saman á árbakkanum í einum hóp og ýlfra þar og spangóla sem óðir séu. Þeir hætta ekki fyrr en allir krókódílarnir á nokkurra mílna svæði hafa safnazt þarna saman til þess að krækja sér í dingo. Svo taka hundarnir á rás og hlaupa á trylltum hraða upp með ánni, og þar synda þeir svo yfir alveg óá- reittir eins og þeir væru að svamla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.