Úrval - 01.05.1967, Síða 96

Úrval - 01.05.1967, Síða 96
94 ÚRVAL að hún væri mesta leikkona sinnar tíðar, líkt og Viktoría tók þeirri staðreynd, að hún væri Englands- drottning. í fyrstu heimsókn Söru til Bandaríkjanna sagði blaðamað- ur einn við hana, þegar mannfjöld- inn ætlaði alveg að sleppa sér af hrifningu við að líta hana augum: „Nú, New York veitti jafnvel ekki Don Pedro af Brasilíu jafn inni- legar móttökur!“ „Já,“ svaraði Sarah ósköp ró- iega,“ en hann var nú bara keis- ari.“ Hún átti langan leiklistarferil eða samtals 60 ár. Og allan þennan tíma var hún álitin vera fegurðardís. En útlit Söru eitt saman hefur ekki getað verið einn af aðalþáttum vel- gengni hennar. Hár hennar var ljós- rauður þyrill, þykkt, hrokkið og al- gerlega óviðráðanlegt. Líkami henn- ar var skinhoraður. Hún líktist einna helzt aðframkomnum tæringar- sjúklingi. Andlit hennar, sem var í lögun eins og andlit ungs Faraós, var kinnfiskasogið og litlaust. Og hún beindi athyglinni að fölva þess með því að maka hvítu ríspúðri framan í sig. Augu hennar voru í laginu sem kattaraugu, blá eins og stjörnusafír- ar, þegar hún var í góðu skapi. En þegar hún reiddist, dökknuðu þau og urðu gráleit og óræð í dýpt sinni, en um gráa litinn léku ógnvænleg, græn eldingarleiftur. Nef hennar var beint og gyðinglegt. Munnur hennar gat verið þrunginn sterkum ástríðusvip á einu augnabliki, en svo ósköp virðulegur á því næsta, þó blandinn dálitlum kænskublæ. Rithöfundurinn og málarinn W. Graham Robertsson, sem þekkti hana mjög vel, skrifaði eitt sinn, að hann gæti alls ekki sagt til um það, hvort Sarah Bernhardt hafi verið frekar lagleg eða ekki. Hann sagði, að fegurðin hafi verið henni flík, sem hún gat klætt sig í eða úr að vild. Þegar hún íklæddist fegurð- inni, „varð andlit hennar að lampa, sem glóði með fölu ljósi, hár henn- ar brann líkt og geislabaugur, hún hækkaði og varð þrungin mikilli tign. Það var um algera umbreyt- ingu að ræða.“ En Sarah Bernhardt gat að minnsta kosti skapað umhverfis sig ímynd ægifegurðar, nokkurs konar hillingamynd, þótt hún hafi kann- ske ekki verið nein fegurðardís sjálf. Einn gagnrýnandinn sagði eitt sinn, að það væri líkast töfrum að virða hana fyrir sér, það líktist því einna helzt að horfa á villt dýr inni- lokað í búri. Hann sagði, að hreyf- ingar hennar væru þrungnar leiftr- andi tign pardusdýrsins. Hann sagði, að hún væri sem táknmynd ljóðræns hljómfalls, þegar hún stæði kyrr. Hann sagði, að hand- og höfuðhreyfingar hennar, sem væru stundum svo ýktar, að það hefði verið hlegið að þeim, hefði önnur leikkona átt hlut að máli, væru hreinn unaður og með þeim gæti hún túlkað gleði, reiði og ör- væntingu, hún líktist forngrískri styttu. Hún lék af eðlisávísun, sem aldr- ei brást. Hún lét vitsmunina ekki ráða, hvað túlkun hlutverkanna snerti, heldur tilfinningarnar einar. Hún gaf tilfinningunum lausan tauminn og gaf sig hlutverkinu á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.