Úrval - 01.05.1967, Side 99

Úrval - 01.05.1967, Side 99
MADAME SARAH 97 það fram, að móðursystir hennar fór með hana burt með sér. Hún fór með hana heim í hina glæsilegu íbúð móður Söru. Og þar dvaldist Sarah næstu ár- in, en þegar hún var orðin 8 ára, var hún send burt í heimavistar- skóla. Það var dýr heimavistarskóli, sem var þá í tízku. Eftir það fór hún í kaþólskan klausturskóla. En þegar hún hafði náð 15 ára aldri, var menntun hennar álitin vera fullkomnuð, og nú var hún kölluð heim aftur. Nú skyldi halda „fjöl- skylduráðstefnu“ til þess að ákveða framtíð hennar. Auk móður hennar voru þar viðstaddar tvær móður- systur, lögfræðingur frá Le Havre og fjórir heldri menn, kunningjar móðurinnar, þar á meðal samkvæm- ishetjan de Morny hertogi. Sarah flýtti sér að lýsa því yfir, að hún hefði þegar ákveðið að gerast nunna, en við þessa tilkynningu hennar kvað við mikill hlátur viðstaddra. Þegar móðir hennar bar fram mót- mæli og hélt því fram, að það kostaði mikið fé að ganga í klaust- urreglu, minnti Sarah hana á 100.000 franka sjóðinn, sem faðir hennar hefði stofnað handa henni. „En það á nú að vera heimamund- urinn þinn, þegar þú giftist!“ sagði iögfræðingurinn. Sarah lyfti augum sínum til himins og svaraði með rödd barns, sem er gert að píslarvætti: „Ég mun giftast guði!“ Þetta var heldur stór biti til þess, að lögfræðingurinn frá Le Havre gæti kyngt honum. „Það ætti að senda þennan heimska stelpukjána á betrunarhæli!" sagði hann með fyrirlitningu. Þegar Sarah heyrði þetta, varð hún alveg óð. Hún rak upp ýlfur eins og reitt viliidýr, stökk á lögfræðinginn, lamdi hann og klóraði hann í framan og reif stóra hártætlu af höfði hans. Þegar loks hafði tekizt að koma á eins konar friði, sagði de Morny hertogi: „Telpan er alveg fædd leikkona. Það ætti að koma henni í leiklistarnám hjá Conservatoríinu.“ Reyndist hann þar furðu forspár. Sarah varð skelfingu lostin við þessa uppástungu. „Leikkona?“ hrópaði hún upp með hryllingi í röddinni. „Aldrei að eilífu.“ Henni hafði verið kennt það af systrunum í klaustrinu, að leikhús, leiklist og leikaralýður væri allt á vegum djöf- ulsins. Nú var gerð tilraun til þess að breyta þessari skoðun hennar og var því farið með hana í leikhúsið Comédie Francaise, þar sem móðir hennar og vinir voru gestir Alex- andre Dumas, hins fræga höfund bókarinnar „Skytturnar þrjár“, en hann hafði stúku til sinna umráða. Unga stúlkan hafði aldrei séð leikrit áður, og hún kærði sig ekkert um að fara, vegna þess að hún gerði sér hinar hroðalegustu hugmyndir um það, sem fram mundi fara í leik- húsinu. En þetta viðhorf hennar breyttist, um leið og rauða tjaldið var dregið upp. Hún hafði verið ill og örg, en nú fylltist hún undrun og síðan hrifningu, og að lokum gaf hún sig óviðráðanlegum tilfinning- um á vald. Leikurinn hreif hana al- gerlega með sér. Hún skynjaði pers- ónulega tilfinningar hverrar per- sónu leiksins. Hið dapurlega í leikn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.