Úrval - 01.05.1967, Page 100
98
ÚRVAL
um kom henni til að gráta, og að
lokum var hún i'arin að snökta há-
stöfum. Ýmsir meðal áhorí'enda fóru
að sussa reiðir á svip, og þá vfórð
móðir hennar eldrauð af sneypu.
Einn gestanna rauk burt úr stúkunni
í fússi og skellti hurðinni á eftir sér.
Dumas einn kom hinni ungu, ó-
reyndu stúlku til hjálpar. Hann
færði stól sinn að stól hennar og
lagði handlegg sinn yfir axlir henn-
ar í huggunarskyni.
Sarah var enn á valdi æstra til-
finninga, þegar hún kom heim.
Móðir hennar var alveg bálreið og
sendi hana tafarlaust í rúmið. En
Dumas, sem hafði verið á sömu skoð-
un og Morny um það, að stúlkan
virtist hafa leikhæfileika, fylgdi
henni til herbergis hennar. Við
dyrnar beygði hann tignarlegt höfuð
sitt og kyssti á hönd hennar og
mælti um leið þessi orð: „Bonsoir,
petite étoile!“ (Góða nótt, litla
stjarna!)
UMRÆÐUEFNI
BREIÐSTRÆTANNA.
Sarah hafði nú ákveðið að verða
leikkona, og hún ákvað jafnframt
samstundis að verða bezta og mesta
leikkona heimsins. Með hjálp þeirra
Dumas og Morny fékk hún tækifæri
til þess að þreyta inntökupróf í leik-
listarskólann „Conservatorie" og
stóðst það. Hún lagði stund á nám
sitt af geysilegum krafti, æfði fram-
burðar- og frásagnaræfingar tímun-
um saman, lærði utan að miklu
fleiri hlutverk en henni höfðu verið
sett fyrir og lék af geysilegri inn-
lifun í tímum.
Eftir að hún útskrifaðist svo tveim
árum síðar, útvegaði Morny, sem
var valdamikiil maður, henni stöðu
í leikhúsinu Comcdie Francaise. Að
vísu var það minni háttar staða. í
ágúst 1862 tilkynnti stjórn þessa
fræga leikhúss samt, að ungfrú
Sarah Bernhardt mundi þreyta
frumraun sína í leiknum „Iphigénie“
eftir Racine. En á frumsýningar-
kvöldinu varð hún gripin slíkum
ieiksviðsótta, að hún mælti setningar
sínar af munni fram eiris og vél-
brúða. Og þegar leiknum var lokið,
voru eftirfarandi orð hið eina, sem
aðalkennari hennar frá leiklistar-
skólanum gat stunið upp: „Hvers
vegna? Hvers vegna?“ Sarah var al-
tekin smán og spurði hann, hvort
hann gæti nokkru sinni fyrirgefið
sér. „Já, ég get fyrirgefið yður“,
sagði hann, „en Racine, liggjandi í
gröf sinni, mun aldrei gera það!“
Næstu vikurnar kom Sarah fram í
nokkrum öðrum leikritum, en hún
sýndi ekki sérstaklega góðan leik.
Og flestir voru á einu máli.um, að
leikhússtjórninni hefði nú. heldur
betur mistekizt, þegar það réð þessa
óreyndu stúlku. Sarcey, helzt.i leik-
listargagnrýnandi þeirra tíma „af-
greiddi" hana bara. með þessari
klausu: „Það er ekki nema eðlilegt,
að meðal þeirra nýju leikkvenna,
sem okkur eru kynntar, leynist ein-
hverjar, sem standa sig ekki.“
En leikur hennar utan leiksviðs
var áhrifamikill og litríkur. Þar
vantaði ekkert á. Sagt er, að eitt
sinn, er hún hafði reiðzt þvi, er
leiksviðsvörðurinn ávarpaði hana
sem „Bernhardt litlu“, hafi hún
lamið hann í hausinn með sólhlíf-
inni sinni og mölbrotið hana. Það