Úrval - 01.05.1967, Síða 103
MADAME SARAH
101
sér smáhlutverk, sem voru svo léleg,
að það má segja, að þar hafi bara
verið um „statistahlutverk" að ræða.
Þetta var í leikhúsinu Porte-Saint-
Martin, þar sem aðallega voru sýnd-
ir lélegir, væmnir og ýktir harm-
leikir.
Til allrar hamingju varð endir
bundinn á fjárhagsvandræði henn-
við komu de Ligne prins til Parísar.
Honum tókst að hafa uppi á henni
með því að leita í leikhúsunum, og
hann fór strax að búa með henni.
Það var langt því frá, að hann væri
leiður vegna litla sonarins, heldur
var hann í sjöunda himni og stakk
upþ á því, að þau giftust. En fjöl-
skylda hans mátti ekki heyra það
nefnt á nafn. Þegar hann tilkynnti,
að hann vildi giftast óþekktri leik-
konu, sem væri Gyðingur í aðra
ættina, stúlku, sem hann ætti þegar
lausaleikskróa með, hótaði faðir
hans því án allra vafninga að hætta
við að kannast við hann sem son
sinn og sleppa algerlega af honum
hendinni fyrir fullt og allt.
Frægur frændi hans, de Ligne
hershöfðingi, var nú sendur til
Parísar til þess að binda endi á
þessa hneykslanlegu sambúð unga
aðalsmannsins og þessar kvenper-
sónu. Hann varð að vísu alveg töfr-
aður af Söru en þegar hann hélt
heim, hafði honum samt tekizt að
fá hana til þess að lofa því að slíta
öllu sambandi við de Ligne prins,
þótt henni væri það þvert um geð.
Sama kvöldið sagði hún elskhuga
sínum, að hún gæti ekki leyft það,
að hann sleppti tilkalli sínu til allra
eigna og erfða, þótt hún ynni honum
heitt. Hann maldaði í móinn, en hún
þaggaði niður í honum með því að
segja að eina markmið lífs hennar
væri í rauninni það að verða mikil
og fræg leikkona, raunveruleg
stjarna. Hún bætti því við, að hún
væri nú þegar búin að fá tilboð
frá Odéonleikhúsinu um að koma
þar fram í leikriti. Odéon var ríkis-
leikhús, og Comedie Francaise eitt
stóð því framar. Ungi maðufinn
hlustaði furðulostinn á orð hennar.
Hann trúði ekki sínum eigin eyrum.
Og brátt breyttist undrun hans í
reiði. Hann kallaði hana öllum illum
nöfnúm, svo sem ómögulega leik-
konu, sem hefði ánægju af að sýna
sig, og auðvirðilega skækju. Og síð-
an æddi hann út úr herbergi hennar
. . . . og yfirgaf hana um leið fyrir
fullt og allt.
Sarah hafði í rauninni fengið til-
boð frá Odéonleikhúsinu, og þar
fékk hún svo sitt mikla tækifæri
árið 1868, þegar leikritið ,,Kean“ var
endursýnt, en það var einmitt eftir
hennar gamla vin og ráðgjafa,
Alexandre Dumas. Frumsýningar-
kvöldið höfðu stúdentar, sem and-
vígir voru konungsveldinu, safnazt
þar saman. Þeirra hetja var Victor
Hugo, og þeir höfðu komið í leik-
húsið til þess að mótmæla því, að
ríkisleikhús sýndi leikrit eftir Dum-
as í stað einhvers af leikritum
Hugos. Dumas birtist svo sjálfur í
stúku í leikhúsinu ásamt þáverandi
ástmey sinni, og varð þetta til þess
að magna reiði stúdentanna um all-
an helming.
Ólætin dvínuðu ekki, þótt tjaldið
væri dregið frá, og ekki heldur er
Sarah birtist á sviðinu. Hún stóð