Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 107
MADAME SARAH
105
og þrumaði með rödd ofsareiðrar
persónu í leikriti eftir Racine: „Til
Comédie Francaise.“ Ekilnum dauð-
brá, og hann flýtti sér af stað með
þennan farþega sinn.
En það fóru að renna á hana tvær
grímur, þegar hún var komin þang-
að. Og hugarstríð hennar jókst enn,
þegar hún sletti óvart bleki á samn-
inginn, sem hún var í þann veginn
að skrifa undir. „Bíðið!“ hrópaði hún
í barnslegri hjátrú sinni. „Lofið
mér að brjóta örkina saman og sjá,
hvað verður úr klessunni. Ef hún
myndar fiðrildi, skal ég skrifa undir
samninginn. En haldi þetta bara á-
fram að vera ólöguleg klessa, getið
þér rifið hann í sundur.“ Hún braut
örkina mjög varlega saman og þrýsti
á. Þegar hún opnaði hana að nýju,
komu í ljós fullkomlega mótaðar
útlínur fiðrildis. Það var jafnvel
með fálmara.
Sarah eyddi síðan hálfu áttunda
ári í þjónustu Comédie Francaise.
Og þar vann hún hvern sigurinn á
fætur öðrum. Hún virðist hafa getað
töfrað og espað upp almenning að
vild, því að eitt augnablikið dáðu
hana allir ofboðslega, en á næsta
augnabliki var öllum í nöp við hana.
Hún var mjög horuð, og varð sú
staðreynd hrein gullnáma fyrir
skopmyndateiknara og háðfugla.
Einn dálkahöfundur lýsti því yfir,
að Sarah þyrfti aldrei á regnhlíf
að halda, því að hún væri slík hor-
rengla, að hún gæti bara stiklað á
milli regndropanna. Annar skrifaði
þessi orð: „Tómur vagn stanzaði, og
út úr honum steig Sarah Bernhardt."
Sögur um furðuleg uppátæki henn-
ar voru á hvers manns vörum. Ein
sagan var á þá leið, að síðustu orð
gamals Parísarbúa hafi verið þessi:
„Ég kveð þetta líf án nokkurrar
eftirsjár, því að þá þarf ég ekki leng-
ur að heyra fólk minnast á Söru
Bernhardt.“
Meðal vina hennar voru margir
þekktustu menn þeirra tíma, þar á
meðal höfundarnir Victor Hugo og
Emile Zola. Meðal annarra tiginna
manna, sem voru tíðir gestir hjá
henni, má nefna Ferdinand de Less-
eps, er stjórnaði greftri Súesskurð-
arins, ljóðskáldið d’Annunzio og
Oscar Wilde. Theodore Roosevelt
heimsótti hana, í hvert skipti er
hann koma til Parísar. Og Sarah
dáði hann alveg óskaplega. „Við
tvö, þessi maður og ég, gætum
stjórnað öllum heiminum“, sagði hún
eitt sinn í hópi vina sinna. Hún var
einnig góð vinkona prinsins af
Wales, og eitt sinn lék þessi góð-
lyndi, tilvonandi konungur Bret-
lands lík í einu af leikritum hennar.
Þrátt fyrir frægð sína var Sarah
aldrei fullkomlega ánægð hjá Com-
édie Francaise. Hún þjózkaðist sí-
fellt við að hegða sér í einu og öllu
í samræmi við erfðavenjur þessarar
virðulegu stofnunar, enda þótti
stjórnendum leikhússins nóg um
furðuleg uppátæki hennar. Dag einn
þegar leikflokkurinn var að leika
í Lundúnum, heimsótti Edward
Jarrett, sem var einn frægasti leik-
húsmaður Englands, Söru að tjalda-
baki og spurði hana vafningalaust,
hvort hún kærði sig um að vinna
sér inn miklar fjárfúlgur. Sarah
sló yfirleitt ekki hendinni á móti
slíkum möguleikum. Hún spurði,
hvernig hún ætti að fara að því, og