Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 112
110
que je vous admire! (Ó. hve ég dái
yður!)“ og slengdi um leið báðum
handleggjunum um háls honum og
kyssti hann rembingskcss á báðar
kinnar.
Meðan á dvöl hennar stóð í Boston,
var henni líka boðið að skoða geysi-
stóran hval, Aem lá bundinn þar í
höfninni að dauða kominn. Sam-
kvæmt tilmælum blaðamarina lét
hún taka mynd af sér á baki skepn-
unnar, og síðan dró hún út lítið
bein, sem stungið hafði verið í risa-
vaxinn skrápinn. Svo tóku að birt-
ast teikningar af atburði þessum í
öllum blöðum, og höfðu blaðamenn-
írnir gefið ímyndunaraflinu lausan
tauminn, því að hjá myndunum gat
að líta þessa setningu: „Hvernig
Sarah Bernhardt krækir sér í hval-
bein í lífstykkin sín“. Reyndar hafði
Sarah aldrei nokkurn tímann kom-
ið i lífstykki á allri sinni ævi.
Skepnan gaf brátt upp öndina, en
eigandi hennar tók samt að sýna
hana á umferðartjaldsýningum gegn
25 centa aðgangseyri. Sýningu þessa
auglýsti hann svo á þann hátt, að
hann kom gufuorgeli fyrir á hest-
vagni og lét draga það um göturn-
ar, svo að tónlistin drægi athygli
manna að risavöxnu auglýsinga-
spjaldi, sem komið var fyrir á vagn-
inum. Það var í hryllilega æpandi
liturn og sýndi leikkonuna, þar sem
hún er að rífa bein úr skepnunni.
Hjá myndinni stóð þetta: „Komið
og sjáið risahvalinn, sem Sarah
Bernhardt drap til þess að ná í bein
í lífstykkin sín.“ Og þessi ósvífni
kauphéðinn gekk enn lengra. Hann
elti blátt áfram Söru Bernhardt á
leikferðalagi hennar með þessa sýn-
ÚRVAL
ingu sína. Og þegar hún fór til New
Haven, svo til Hartford og svo til
Springfieid, þá var hið fyrsta, sem
hún kom auga á, þessi æpandi aug
lýsing, og hið fyrsta, sem hún heyrði,
var ærandi gargið í orgelinu.
Hrifningaræðið, sem lék nú alls
staðar um Söru, var nú orðið svo
ofsalegt, að Jarrett skrifaði borg-
arstjóranum í Chigago, áður en hún
hélt þangað, og fór fram á, að hann
sendi aukasveit lögreglumanna á
vettvang til þess að verða lífvörð-
ur leikkonunnar. Borgarstjóranum
fannst þessi beiðni fáránleg, vegna
þess að hann hafði aldrei heyrt get-
ið um „The Bernhardt“, þótt furðu-
legt megi teljast. En það leið ekki á
löngu, þangað til hann fór að heyra
hennar getið svo að um munaði.
Þegar Sarah kom til Chicago, lá
blátt áfram við, að múgurinn gerði
alveg út af við hana í stjórnlausu
hrifningaræði. Óþekktur aðdáandi
bjargaði henni. Hann lyfti henni
upp á axlir sér og bar hana heila
á húfi að leiguvagni og ók henni til
Palmer House.
Það seldist alveg upp á sýningar
hennar í Chicago sem annars stað-
ar vegna geysilegrar auglýsingar,
sem hún fékk þar, án þess að hún
færi fram á slíkt. Biskup Biskupa-
kirkjunnar í Chicago hafði fordæmt
hana svo rækilega í ræðum sínum,
að félagi Jarretts skrifaði biskup-
inum bréf, sem var svo birt í dag-
blöðunum. Það hljóðaði svo:
Yðar náð:
Þegar ég kem með sýningu til
borgar yðar, er ég vanur að eyða
500 dollurum í auglýsingar. En
þar sem þér hafið séð um aug-