Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 117

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 117
MADAME SARAH 115 orku“, sagði hún. „Maður verður auðugur á því að eyða af sjálfum sér.“ Heimili hennar, sem var lítið en skrautlegt hús, nr. 56 við Boulevard Péreire, var alþekkt í París. Þar ríkti sama gróðurhúsaandrúmsloftið og í íbúð hennar og búningsherbergi að tjaldabaki. Vistaverur Söru voru alltaf furðulegt samansafn af hinu vandaða og eftirtektarverða og sér- stæða og einnig hinu hræðilega. Á mest áberandi stað í stærstu stofunni var bogamyndaður legubekkur, sem var alþakinn risavöxnum satínpúð- um og loðfeldum. Þar sat hún sem drottning í hásæti og tók á móti gestum sínum, og kringum legu- bekkinn safnaðist hirð hennar. Gólf- in voru þakin persneskum teppum og tígrisfeldum, en í veggina sást varla fyrir japönskum blævængjum, ævafornum vopnum, málverkum og brókadeveggfóðri. Það húsgagn hennar, sem hún hélt einna mest upp á, var líkkista úr rósaviði, fóðruð með satíni. Á æskuárum sínum, sem einkenndust af stöðugu heilsuleysi, hafði Sarah fyllzt sjúklegum ótta um, að hún væri að deyja. Og hún taldi móður sína á að kaupa þennan óhugnan- lega hlut. Hún geymdi hann í svefn- herbergi sínu, og stundum svaf hún jafnvel í kistunni. Sagðist hún gera það til þess að venjast hinnzta hvílu- stað sínum. En þegar hún hafði loks læknazt af sjúkleika sínum, varð hún orðin svo furðulega hrifin af líkkistunni, að hún fargaði henni ekki, heldur hafði hana hjá sér til æviloka. Með hverju árinu tengdist Sarah sumarsetri sínu sterkari böndum. Það var virki frá 17. öld, sem breytl hafði verið í íbúðarhús. Það var á klettaeyjunni Belle-Ile (Fagurey) úti fyrir strönd Bretagneskaga. Yfir eyjunni hvíldi ósnortinn blær óblíðr- ar, ofsafenginnar náttúru. í hinu tæra, salta sjávarlofti varpaði hún frá sér öllum skringilegheitum og varð eins hamingjusöm og látlaus kona og henni varð nokkurn tím- ann unnt að verða. Það var aðeins hægt að komast til Belle-Ile með ferju, en það var alltaf fullt af gestum á heimili Söru. Þar voru rithöfundar, tónlistarmenn og aðrir listamenn og einnig stjórn- málamenn. Eitt sinn varpaði kon- unglega brezka skemmtisnekkjan akkerum úti fyrir eyjunni, og hinn gamli vinur Söru, sem nú var orð- inn Játvarður VII, konungur Bret- lands, kom í land með bát til að heilsa upp á hana. Eyjaskeggjar dáðu „La Bonne Dame“ (góðu konuna), en svo köll- uðu þeir Söru. Og hvenær sem hún ók í gegnum litla þorpið á eyjunni, komu þeir út úr litlu húsunum sinum til þess að heilsa henni. Hún var allt- af hlaðin kökum og niðursuðuvörum, sem hún útbýtti á meðal þeirra, og svo kom hún líka með poka, fulla af sælgæti, handa börnunum. Hún masaði við bændurna og fiskimenn- ina og spurði um líðan þeirra og gengi. Þær spurningar hennar voru ekki innantómar, heldur lét hún sér raunverulega annt um líðan þessa fólks. Hún þurfti ekki annað en að heyra um skipstjóra, sem hafði misst allan varning sinn í ofsastormi, eða fiskimann, sem misst hafði net sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.