Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 120

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL festa á sig tréfótinn á annan hátt. En þegar allar slíkar tilraunir mis- tókust, varð hún bálreið og skipaði, að kasta skyldi gervifætinum í eld- inn. Fólk fór nú að velta fyrir sér, hvernig Maddama Sarah mundi reyna að komast leiðar sinnar. Sumir héldu, að hún mundi nota hækjur, aðrir, að það yrði hjólastóll. „Hvað haldið þið að ég sé“, hnuss- aði hún fyrirlitlega, „örkumla vesal- ingur?“ Hún leysti vandamál þetta með því að láta gera handa sér sérstakan burðarstól með tveim láréttum stöngum. Hún gat látið bera sig um í stól þessum. Hún krafðist þess, að stóllinn yrði í ósviknum Lúðvíks- 15. stíl, hvítmálaður og skreyttur með gullnum tréskurði á hliðunum. Auðvitað gerði hún mjög mikið úr þessari sýningu, hvert sem hún var borin. Allt virtist benda til, að þarna væri keisaraynja borin í dýr- indis burðarstól í skrúðgöngu. Hafi fólk álitið, að leikferill Söru Bernhardt væri nú lokið, var slíkum misskilningi þess fljótlega eytt. Hún sneri aftur til Parísar í október árið 1915, eftir að Þjóðverjar höfðu hörf- að frá nágrenni borgarinnar, því að nú var minni hætta á því, að hún yrði tekin sem gísl. Og skömmu síðar setti hún á svið þrjá einþátt- unga og kom sjálf fram í þeim síð- asla. Og hún gaf sig tafarlaust fram sem sjálfboðaliði, þegar hún frétti, að Théatre Aux Armées (Herleik- húsið) hefði verið skipulagt til þess að senda listafólk fram að víglín- unni til þess að skemmta hermönn- unum. Yfirvöldin voru alveg furðu- lostin, en þau samþykktu loks að senda hana fram að víglínunni vegna þrábeiðni hennar. Á þrem dögum hélt hún sýningar í sjö þorpum, og sumar þeirra voru í minna en hálfrar mílu fjarlægð frá vígvöllunum í Argonne og Verdun. Fyrsta sýningin var haldin á mark- aðstorgi, en þar hafði verið hróflað upp eins konar leiksviði. Ófullkom- in sviðsljós flöktu reikul og tötralegt leiktjald blakti til í hráslagalegum vindinum. En þegar áhorfendur, sem voru 3000 bardagaþreyttir hermenn, heyrðu, að þeir ættu í þann veginn að fá að sjá sjálfa Maddömu Söru Bernhardt, varð alger dauðaþögn. Og tötralega tjaldið var dregið frá. Þarna sat þessi veiklulega, aldraða leikkona í tötralegum hægindastól umkringd púðum. Svo byrjaði þessi grannvaxna, veiklulega kona að mæla af munni fram fyrstu ljóðlínur ættjarðarljóðs, sem hún hafði valið, og enn á ný opinberaðist mönnum það krafta- verk, er nefndist Sarah Bernhardt. Þegar hún lauk Ijóði sínu með hvatningarhrópinu „Til vopna!“, risu hermennirnir upp sem einn maður og hrópuðu upp yfir sig af hrifningu, og sumir þeirra grétu. HINZTU KVEÐJUR. Árið 1916 komst Sarah aftur í fjárhagskröggur. Og sem fyrrum var gullnáma hennar í Bandaríkjunum. Því hélt hún enn á ný yfir Atlants- hafið í „Kveðju-Ameríkuferð“ sem stóð yfir í hvorki meira né minna en 18 mánuði. Hafskipinu Lusitaniu hafði verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.