Úrval - 01.05.1967, Page 122

Úrval - 01.05.1967, Page 122
120 ÚRVAL rómi. „Hann mun líta út eins og hann gæti verið faðir minn.“ Og í rauninni virtist hún vera ein af þeim, sem er ósigrandi gagn- vart ásókn ellinnar. Árið 1909 þegar hún var orðin 65 ára að aldri, kom hún fram sem heilög Jóhanna í leik- riti eftir Emile Moreau. Gagnrýn- endurnir voru albúnir þess að hæð- ast að henni, en þegar Jóhanna er spurð að því fyrir réttinum, hve gömul hún sé, sneri Sarah sér róleg að áhorfendum og svaraði ,,Nítján.“ Það kváðu við furðu- og aðdáunar- stunur meðal áhorfenda, og síðan kvað við dynjandi lófaklapp, því að henni hafði á einhvern undursamleg- an hátt tekizt að telja áhorfendum trú um, að þarna væri bæði um einfalda og ósköp unga og óreynda stúlku að ræða. Og hið sama gerðist í hvert sinn er hún lék þetta atriði, jafnvel þegar hún var orðin gömul í raun og veru og hafði misst annan fótinn. Og brátt var hún lögð af stað í leikferðalag um Evrópu. Hún kom fram á Ítalíu og í Englandi. Hún hafði þekkt Maríu Bretadrottningu árum saman, og þær hittust og röbb- uðu saman eftir sýningu Söru í Tónlistarhöll Lundúnaborgar (Lon- don Music Hall). Drottningin spurði han meðal annai’s, hvernig hún gæti þolað þann þrældóm að leika á hverjum einasta degi. „Madame“, svaraði Sarah. „Eg mun deyja á leiksviðinu. Það er minn vígvöllur.“ Haustið 1922 byjaði hún að æfa nýtt leikrit, en sama kvöldið og aðalæfingin átti að fara fram, féll hún skyndilega í dá, á meðan hún var að bera á sig farðann í leikhús- inu. Hún lá í þessu dái í heilan klukkutíma. Og fyrstu orð hennar voru þessi, eftir að hún fékk með- vitund aftur: „Hvenær á ég að koma inn á leiksviðið?“ En það átti ekki fyrir henni að liggja að koma inn á leiksvið framar. Frumsýningunni var frestað um nokkurn tíma, og önnur leikkona tók við hlutverki hennar. Sarah var alveg í öngum sínum. Hún hafði handritið að leikritinu á borði við rúm sitt, og hvert kvöld er leikritið var sýnt, fór hún yfir það og reikn- aði nákvæmlega út, hvenær hún ætti að tala og samræmdi það þannig leikritinu, sem var þá einmitt verið að leika. Hún lá fárveik í heilan mánuð. Þá fór henni að batna svolítið, og tók hún þá að sér lítið hlutverk í kvik- mynd af sínum venjulega áhuga og ákafa. Þar eð hún var of veik til þess að fara í kvikmyndaverið til upptöku þar, var ákveðið að atriði þau, er hún átti að koma fram í, skyldu kvikmynduð á heimili henn- ar. Þar var komið fyrir ljósaútbún- aði, leiktjöldum og myndatökutækj- um, og hún hóf starfið. Hún sagði við einn gest sinn: „Þeir borga mér 10.000 franka á dag. Þetta er alveg eins gott og að fara til Ameríku." Og svo bætti hún við glaðlega: „Hvenær skyldi ég geta farið í næsta leikferðalag?“ En þ. 21. marz hneig hún niður. Nú lagðist hún aftur í rúmið, og þaðan átti hún ekki afturkvæmt. í fimm daga hafði hún ekki fulla með- vitund. Veðrið var milt og loftið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.