Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
rómi. „Hann mun líta út eins og
hann gæti verið faðir minn.“
Og í rauninni virtist hún vera ein
af þeim, sem er ósigrandi gagn-
vart ásókn ellinnar. Árið 1909 þegar
hún var orðin 65 ára að aldri, kom
hún fram sem heilög Jóhanna í leik-
riti eftir Emile Moreau. Gagnrýn-
endurnir voru albúnir þess að hæð-
ast að henni, en þegar Jóhanna er
spurð að því fyrir réttinum, hve
gömul hún sé, sneri Sarah sér róleg
að áhorfendum og svaraði ,,Nítján.“
Það kváðu við furðu- og aðdáunar-
stunur meðal áhorfenda, og síðan
kvað við dynjandi lófaklapp, því að
henni hafði á einhvern undursamleg-
an hátt tekizt að telja áhorfendum
trú um, að þarna væri bæði um
einfalda og ósköp unga og óreynda
stúlku að ræða. Og hið sama gerðist
í hvert sinn er hún lék þetta atriði,
jafnvel þegar hún var orðin gömul
í raun og veru og hafði misst annan
fótinn.
Og brátt var hún lögð af stað í
leikferðalag um Evrópu. Hún kom
fram á Ítalíu og í Englandi. Hún
hafði þekkt Maríu Bretadrottningu
árum saman, og þær hittust og röbb-
uðu saman eftir sýningu Söru í
Tónlistarhöll Lundúnaborgar (Lon-
don Music Hall). Drottningin spurði
han meðal annai’s, hvernig hún gæti
þolað þann þrældóm að leika á
hverjum einasta degi. „Madame“,
svaraði Sarah. „Eg mun deyja á
leiksviðinu. Það er minn vígvöllur.“
Haustið 1922 byjaði hún að æfa
nýtt leikrit, en sama kvöldið og
aðalæfingin átti að fara fram, féll
hún skyndilega í dá, á meðan hún
var að bera á sig farðann í leikhús-
inu. Hún lá í þessu dái í heilan
klukkutíma. Og fyrstu orð hennar
voru þessi, eftir að hún fékk með-
vitund aftur: „Hvenær á ég að koma
inn á leiksviðið?“
En það átti ekki fyrir henni að
liggja að koma inn á leiksvið framar.
Frumsýningunni var frestað um
nokkurn tíma, og önnur leikkona
tók við hlutverki hennar. Sarah var
alveg í öngum sínum. Hún hafði
handritið að leikritinu á borði við
rúm sitt, og hvert kvöld er leikritið
var sýnt, fór hún yfir það og reikn-
aði nákvæmlega út, hvenær hún ætti
að tala og samræmdi það þannig
leikritinu, sem var þá einmitt verið
að leika.
Hún lá fárveik í heilan mánuð. Þá
fór henni að batna svolítið, og tók
hún þá að sér lítið hlutverk í kvik-
mynd af sínum venjulega áhuga og
ákafa. Þar eð hún var of veik til
þess að fara í kvikmyndaverið til
upptöku þar, var ákveðið að atriði
þau, er hún átti að koma fram í,
skyldu kvikmynduð á heimili henn-
ar. Þar var komið fyrir ljósaútbún-
aði, leiktjöldum og myndatökutækj-
um, og hún hóf starfið. Hún sagði
við einn gest sinn: „Þeir borga mér
10.000 franka á dag. Þetta er alveg
eins gott og að fara til Ameríku."
Og svo bætti hún við glaðlega:
„Hvenær skyldi ég geta farið í næsta
leikferðalag?“
En þ. 21. marz hneig hún niður.
Nú lagðist hún aftur í rúmið, og
þaðan átti hún ekki afturkvæmt. í
fimm daga hafði hún ekki fulla með-
vitund. Veðrið var milt og loftið