Úrval - 01.05.1967, Síða 128
126
ÚRVAL
Málmar, bergtegundir, kol, sölt,
vökvar, loítttegundir og lífræn efni
voru skilgreind sem efnasambönd
úr ýmsum atómum. Allnákvæmur
skilningur fékkst á því, hvernig það
er undir hreyfingu mólikúlanna
komið hvort hlutur er í föstu, fljót-
andi eða loftkenndu ástandi. Eðli
hlutanna birtist hinum nýju vís-
indum ljóslega og fagurlega með
fullkomnu innra samræmi, að því
er virtist.
Á nítjándu öld var skilningurinn
á atóminu ekki kominn öllu lengra
en hjá Lúkretíusi, menn hugðu at-
ómin vera ódeili, þétt en þó teygj-
anleg og hnöttótt, og þó að þekk-
ingin á rafmagni og rafsegulmagni
væri þá miklu meiri en nafnið tómt,
datt fáum eða engum í hug að þar
væri að finna lykilinn að leyndar-
dómum náttúrunnar.
Þá gerðist það um aldamótin síð-
ustu, að Röntgen fann X-geislana,
og J. J. Thomsen fann rafeindina.
Við þetta breyttist viðhorfið til raf-
mangsins, og eftir það átti það hinu
mikilvægasta hlutverki að gegna við
allar atómrannsóknir. Rafeindir
reyndust vera 1000 sinnum léttari
en hið léttasta atóm, og varð þó
ekki umflúið að álíta, að þær væru
efni. Á fyrsta fjórðungi þessarar
aldar sýndist það ljóst að atóm lík-
ist sólkerfi að því leyti, að þau hafa
kjarna, tiltölulega þungan, og er þar
saman komið nærri allt efnismagn
þeirra, en um kjarna þennan þeyt-
ast hinar örsmáu rafeindir, sem líkja
mætti við plánetur og smástirni í
sólkerfi. Þessi hugmynd um atómið
hefur orðið lífseig með almenningi.
Og var nú ólíku orðið saman að
jafna, hinum fyrri hugmyndum um
kyrrstætt, blýhart, hnattlaga atóm,
og þessu atómi, sem að miklum
meirihluta er tómt rúm, en efnis- ""
hlutarnir með ýmsu móti. Þeir efnis-
hlutar, sem þá voru þekktir, eru
nevtrónur, prótónur og elektrónur.
Það sannaðist að nevtrónur og
prótónur mynda kjarna atómsins.
Vatnsefnisatóm hefur eina rafeind,
kolefni sex, járn 26 o.s.frv. Af þess-
ari nýju mynd atómsins sást, svo
ekki varð villzt, að rafmagn er
órjúfanlegur þáttur efnisins.
Við lok nítjándualdar tókst Max-
well og Hertz að sanna, að ljósið
er ölduhreyfing sem á upptök í
rafmagns- og segulsviði, og að unnt
er að framkalla rafsegulöldur með
tilraunum. Þetta var undanfari út-
varps og ratsjár. Með þvi að breyta
hreyfingum rafeinda á braut sinni,
mátti gera hverja þeirra að smávegis
útvarps- eða rat-sjárstöð, og einn-
ig að móttökustöð. Við þetta sann-
aðist, að ljósið er órjúfanlegur þátt-
ur efnisins.
Árið 1925 var sú mynd af atómi,
þar sem rafeindir sveiflast umhverf-
is kjarna, eins og plánetur um sól,
orðin fullmótuð. En nú er sú mynd
orðin úrelt, hún gildir ekki fram-
ar, því furðulegir hlutir hafa komið
fram í dagsljósið. í nýju myndinni af
atómi er rafeindin ekki lengur efn-
issögn, sem á sér stað, þó lítil sé,
heldur er hún orðin að öldum, sem
fylla allt atómið frá kjarna til endi-
marka. Slík efnissögn getur varla
kallazt föst í sér, eins og Lúkretíus
hugði, en samt veita rafeindaöld-
urnar hver annarri viðnám svo að