Úrval - 01.09.1969, Page 3
FORSPJALL
PRENTARAVERKFALLIÐ gerði
það að verkum, að Úrvál er nokkru
seinna á ferðinni að þessu sinni en
venja er til, en vœntanlega tekzt
að vinna það upp, áður en langt um
líður. Það er rnarkmið forráðamanna
ritsins, að það sé komið út í byrjun
hvers mánaðar, eins og verið hefur
að undanförnu. En öryggisleysið á
vinnumarkaðinum torveldar blaða-
útgáfu, jafnt sem allan annan at-
vinnurekstur hér á landi. Að loknu
hverju einasta verkfalli, og þau eru
œrið mörg á ári hverju, eru állir
sammála um, að það sé úrelt og
háskaleg ráðstöfun, þegar heilar
stéttir leggi niður vinnu vikum sam-
an. En varla eru slikar raddir þagn-
aðar, þegar nýtt verkfall er skollið
á og þannig koll af kolli ár eftir ár.
Það gefur auga leið, að hœttan á
verkföllum setur allar áœtlanir úr
skorðum og veldur því, að ekki er
hœgt að reka fyrirtœki, hvorki stór
né smá, af skynsamlegu viti og
framsýni. Þegar efnáhagsörðugleik-
ar, sem jaðra við algert kreppu-
ástand, geta ekki einu sinni dregið
úr ófriði innanlands, sem allir skað-
ast á, — þá taka menn að efast um,
að þœr stoðir, sem sjálfstœði þjóð-
ar byggist á, séu nœgilega sterkar
hjá okkur.
EN STJÓRNMÁL í nútímaþjóðfé-
lagi eru flóknari hagfrœði en svo,
að venjulegur leikmaður fái botnað
i þeim, og því vísast að sleppa slíku
hjáli og snúa sér að efni þessa heft-
is. Ferðin til tunglsins er enn efst
á baugi og enn eru að berast fréttir
um árangur hins ótrúlega afreks.
Titilgreinin að þessu sinni fjallar
lítillega um það, sem hélzt er fram-
undan í geimferðum almennt og
nokkrar vangaveltur um nœsta tak-
mark og draum mannsins: að kom-
ast til Marz.
TUNGLFERÐIN hefur leitt hugann
að landkönnun og afreksmönnum
fyrri tima. Sérstakléga hefur at-
hyglin staðnœmzt vi'ð afrek Lind-
bergs, er hann flaug fyrstur manna
yfir Atlantshafið, en sú ferð þótti
jafn mikið undur og tunglferðin nú.
~\
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hllmlr hf.,
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, .sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Dreifingastjórl: Óskar
Karlsson. Afgrelðsla: Blaðadreiflng. Skipholti 33,
siml 38720. Verð árgangs kxónur 500.00. í lausasölu krónur 90.00 heftHI.
Prentun og bókband: Hilmir hf. Myndamót: Rafgraf hf.
1