Úrval - 01.09.1969, Page 6
4
ÚRVAL
£*------------------*J
smásögur |
stormenm I
**— ----------------**
DEILA RITHÖFUNDANNA Jónas-
ar Árnasonar og Agnars Þórðarson-
ar út af Jörundi Hundadagakon-
ungi vakti mikla athygli í síðasta
mánuði. í einni athugasemd sinni
út af þessu óvenjulega máli komst
Jónas að orði eitthvað á þá leið, að
hann gæti líka verið merkilegur
með sig engu síður en Agnar. Eftir-
farandi saga er ef til vill ofurlítil
sönnun þess:
Þingmenn fá eins og kunnugt er
afnot af húsnæði í Þórshamri. Á
liðnum vetri kom Jónas að máli við
manninn, sem hefur umsjón með
bílastæðinu fyrir utan húsið. Hann
vék ’sér að manninum og sagði:
— Þú verður að hafa mörg stæði
laus í kvöld, því að það er fundur
hjá mér.
Maðurinn tók dauflega undir
þessa skipun og sagði með hægð:
— Fyrir hvern er það, með leyfi?
Við þessu brást Jónas hinn reið-
asti, þandi út brjóstkassann og
sagði byrstur:
— Ætlarðu að segja mér, að þú
vitir ekki hver ég er?
Þá var eins og ljós rynni upp
fyrir manninum. Hann leit andar-
tak á Jónas, en sagði síðan:
— Jú, alveg rétt! Ertu ekki bróð-
ir hans Jóns Múla?
KJARVAL kom
eitt sinn að máli
við konu þá, sem
gerði hreint hjá
honum, og bað
hana að útvega
sér prjónavesti.
Hann lét þess
getið um leið, að
hann væri orðinn
sárleiður á þessum gamaldags peys-
um með löngum ermum, og nú vildi
hann breyta til.
Konan spurði, hvort hún mætti
ekki sjálf prjóna fyrir hann vesti,
og tók Kjarval því feginsamlega.
Skömmu seinna kom hún með
vestið og spurði Kjarval þá, hvað
það kostaði. Hún kvaðst ekki geta
selt honum þetta, því að hann hefði
gert henni svo margan greiða um
dagana.
Kjarval vildi ómögulega fallast
á þennan kaupskap og bauð kon-
unni að velja sér þá einhverja
mynd, sem þarna væru inni, en
mörg málverk voru á vinnustof-
unni um þetta leyti, bæði stór og
smá.
Þegar konan sá, að hún komst
ekki undan að velja sér málverk,
valdi hún sér litla mynd, sem var
forkunnar fögur, en lét lítið yfir
sér.
Kjarval færðist í fyrstu undan,
að hún tæki þessa mynd, því að
hér væri um margar stærri og verð-
meiri myndir að ræða. En konan
sat við sinn keip, og loks lét Kjar-
val tilleiðast og afhenti konunni
myndina.
Nú vildi svo illa til, að einmitt
þessa mynd var Þorsteinn Schev-