Úrval - 01.09.1969, Side 17

Úrval - 01.09.1969, Side 17
FLÓTTINN TIL GUANTANAMOSTÖÐVARINNAR 15 stöðinni við Guantánamoflóa. Hann átti að sækja þangað salt og flytja til Havana. Þar frétti hann um enn aðra, sem biðu þess í ofvæni að geta flúið frá Kúbu. Þar á meðal voru negrar, sem höfðu komizt að því að byltingin reyndist þeim grimmilegt gabb, flóttamenn úr nauðungarvinnuflokkum og stúd- entar, sem þráðu að kynnast frels- inu, hann setti sig í samband við foringja þessa hóps, vélvirkja, Fran- cisco Alonso að nafni. Og hann ávann sér traust hans, eftir að hafa sótt nokkra leynilega fundi hópsins. „Það er mögulegt að flýja til bandarísku stöðvarinnar,“ sagði Al- onso, „en það er mjög hættulegt. Það er geysilega strangt eftirlit með öllum mannaferðum Kúbumegin, og flóttamenn eru skotnir umsvifalaust eða teknir höndum og dæmdir til 30 ára dvalar í fangabúðum. En gætum við einhvern veginn náð tangarhaldi á vörubíl, tækist okkur kannske að aka á fleygiferð í gegn- um allar varnirnar." „Ég skal leggja fram vörubílinn,“ sagði Delgado og átti þá við gamla bandaríska vörubílinn sinn af gerð- inni „White“ 1958. Það var stór grænn, yfirbyggður flutningabíll, sem gekk fyrir sovézkri diselvél. „Við vinnum saman.“ Alonso dró óhreint og velkt kort undan skyrtu sinni. Það var af aust- urhlutu Orientehéraðs. Tímunum saman grandskoðuðu þeir varnar- stöður stjórnarinnar á kortinu, ræddu mögulegar aðgerðir og gerðu ótal áætlanir. Delgado fann til hugarléttis í fyrsta skipti á mörgum mánuðum, er hann lagði aftur af stað til Havana. „Ég veit ekki, hvort okkur tekst það,“ hugsaði hann, „en við erum þó að minnsta kosti að reyna.“ GJÖF TIL FIDELS Það var miklum erfiðleikum bundið að samræma aðgerðir þeirra Delgados, sem var nú að eyða mest- öllum vinnudegi sínum í aðalstöðv- um Transportes Nacionales í Ha- vana, og Alonsos, sem var austur í Guantánamo. Hvorugur þeirra kærði sig um að nota símann af ótta við, að samtöl þeirra yrðu hleruð af leynilögreglunni. Og því urðu trúir aðstoðarmenn þeirra að bera skila- boð milli borganna. Að lokum voru áætlanirnar tilbúnar. Eufemio ætl- aði að senda 22 ættingja og vini með lest frá Havana til Santiago á suðausturströnd Kúbu, en borg sú er um 50 mílur frá Guantánamo- stöðinni. Þar átti fólk þetta að bíða, þangað til hann tæki það þar upp í bíl sinn. Svo áttu þau öll að fara til Guantánamoborgar, sem er um 15 mílur frá bandarísku flotastöð- inni. Þar áttu þau að hitta hóp Al- onsos og reyna svo öll í sameiningu að ná til flotastöðvarinnar. Flótt:nn var ákveðinn 17. desem- ber. Allt fór fram samkvæmt áætl- un í fyrstu. Eufemio kom konu sinni og börnum fyrir í flutningabílnum, og svo tók hann upp 22 farþega í Santiago að morgni þess 17. og lagði af stað í áttina til Guantánamo. En hann gerði sér strax grein fyrir því, að það var eitthvað að, þegar hann stöðvaði bíl'nn á staðnum, þar sem taka átti síðustu flóttamennina upp í. Þar voru engir aðrir en Alonso,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.